Hinn 11. nóvember skrifaði lögfræðingur gildis, Þórarinn V. Þórarinsson, embætti ríkislögreglustjóra bréf þar sem hann krafðist þess að rannsókn málsins yrði hætt og hinn 17. nóvember barst ríkislögreglustjóra bréf frá Fjármálaeftirlitinu þar sem því varr lýst að ekki sé ástæða til þess að hefja rannsóknir á málefnum Gildis. Taldi því ríkislögreglustjóri hvorki tilefni né grundvöll til að aðhafast frekar í málinu. Undir bréfið ritaði Alda Hrönn Jóhannsdóttir, settur saksóknari efnahagsbrotadeildar.
Hugsaðu þér. Settur saksóknari spyr fjármálaeftirlitið hvort ekki sé allt í lagi með Gildi, sagði Jóhann Páll í samtali við undirritaðan. Ég spyr því hvernig efnahagsbrotadeildin ætli að verja sjálfstæði sitt eftir þetta.
Jóhann hefur ákveðið að kæra þá ákvörðun setts saksóknara efnahagsbrota að hætta rannsókn á háttsemi stjórnar og starfsmanna Gildis, en sjóðurinn hefur tapað gríðarlegum fjármunum undanfarið og kemur við sögu í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Það var reyndar helsta ástæða kærunnar.
Sérstök athygli er vakin á því að Fjármálaeftirlitið, sem lögum
samkvæmt á að hafa eftirlit með lífeyrissjóðum landsmanna, virðist líka hafa ráðið mestu um að settur saksóknari efnahagsbrota ákvað að hætta þeirri rannsókn, sem stóð til að gera, sagði Jóhann Páll.
Jóhann Páll segir að fjölmiðlar hafi ekkert fjallað um rannsókn þessa máls, en þeim hafi verið send öll málsgögn. Telur hann að þeir þjóni hagsmunum atvinnuveitenda og verkalýðsforystunnar, en hinn almenni sjóðsfélagi hafi lítið að segja um málið.
Á síðu Jóhanns Páls, http://jp.blog.is, kemur fram að lífeyrissjóðurinn Gildi hafi tapað 59,6 milljörðum kr árið og árið 2009 hafi tapið numið um 52 milljörðum kr. Samtals nemi því tapið um 110 milljörðum. Jóhann segir að 52 milljarða skorti til þess að sjóðurinn geti staðið við skuldbindingar sínar.
Nokkur málsskjöl eru birt sem fylgigögn þessarar færslu.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjármál, Fjölmiðlar | 20.12.2010 | 19:02 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.