Fjölmiðlar þegja um málefni Gildis

Jóhann Páll Símonarson, sem á aðild að lífeyrissjóðnum Gildi, hefur kært stjórnendur sjóðsins til ríkissaksóknara. Í bréfi sínu, sem dagsett var 22. september síðastliðinn, telur hann að tap sjóðsins árið 2008 og 2009 sé langt umfram það sem telja megi eðlilegt. Ríkissaksóknari sendi bréfið áfram til ríkislögreglustjóra, en 30. sept. sl. hafði verið ákveðið að taka skyldi málið til rannsóknar.

Hinn 11. nóvember skrifaði lögfræðingur gildis, Þórarinn V. Þórarinsson, embætti ríkislögreglustjóra bréf þar sem hann krafðist þess að rannsókn málsins yrði hætt og hinn 17. nóvember barst ríkislögreglustjóra bréf frá Fjármálaeftirlitinu þar sem því varr lýst að ekki sé ástæða til þess að hefja rannsóknir á málefnum Gildis. Taldi því ríkislögreglustjóri hvorki tilefni né grundvöll til að aðhafast frekar í málinu. Undir bréfið ritaði Alda Hrönn Jóhannsdóttir, settur saksóknari efnahagsbrotadeildar.

„Hugsaðu þér. Settur saksóknari spyr fjármálaeftirlitið hvort ekki sé allt í lagi með Gildi,“ sagði Jóhann Páll í samtali við undirritaðan. „Ég spyr því hvernig efnahagsbrotadeildin ætli að verja sjálfstæði sitt eftir þetta.“

Jóhann hefur ákveðið að kæra þá ákvörðun setts saksóknara efnahagsbrota að hætta rannsókn á háttsemi stjórnar og starfsmanna Gildis, „en sjóðurinn hefur tapað gríðarlegum fjármunum undanfarið og kemur við sögu í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Það var reyndar helsta ástæða kærunnar.

Sérstök athygli er vakin á því að Fjármálaeftirlitið, sem lögum

samkvæmt á að hafa eftirlit með lífeyrissjóðum landsmanna, virðist líka hafa ráðið mestu um að settur saksóknari efnahagsbrota ákvað að hætta þeirri rannsókn, sem stóð til að gera,“ sagði Jóhann Páll.

Jóhann Páll segir að fjölmiðlar hafi ekkert fjallað um rannsókn þessa máls, en þeim hafi verið send öll málsgögn. Telur hann að þeir þjóni hagsmunum atvinnuveitenda og verkalýðsforystunnar, en hinn almenni sjóðsfélagi hafi lítið að segja um málið.

Á síðu Jóhanns Páls, http://jp.blog.is, kemur fram að lífeyrissjóðurinn Gildi hafi tapað 59,6 milljörðum kr árið og árið 2009 hafi tapið numið um 52 milljörðum kr. Samtals nemi því tapið um 110 milljörðum. Jóhann segir að 52 milljarða skorti til þess að sjóðurinn geti staðið við skuldbindingar sínar.

Nokkur málsskjöl eru birt sem fylgigögn þessarar færslu.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband