Súykkulaðiís-sósa

Áður en við Elín gengum í hjónaband þótti rétt að ég færi á matreiðslunámskeið. Ég var eini karlmaðurinn á námskeiðinu þar sem kennd var hagnýt matseld. Konurnar bjuggu til alls konar hollustufæði en ég sá aðallega um sælgætið. Þó lærði ég að sjóða hafragraut og sitthvað fleira.

Ásgerður Ólafsdóttir, sem kenndi á námskeiðinu, gaf mér meðfylgjandi uppskrift af dýrindis súkkulaði-íssósu:

100 g súkkulaði

1/4 bolli vatn

1/4 bolli sykur

2 msk smjör eða smjörvi

1 tsk vanilla eða líkjör

1/4 l rjómi

100 g súkkulaði, 1/4 bolli vatn, 1/4 bolli sykur og 2 msk smjör er hitað að suðu og látið sjóða við vægan hita þar til það hefur náð að þykkna. Þá er það tekið af hellunni, líkjörnum bætt út í og blandað vel saman. Sósuefnið er síðan kælt. Þegar það kólnar verður það þykkt, næstum seigt.

Þeytið rjómann og vinnið sósuþykknið saman við. Sósan geymist vel í 3-4 daga.

Þessa sósu má jöfnum höndum hafa út á ís eða snæða sem dýrindis búðing.

Með uppskrift þessari fylgja hátíðar- og jólakveðjur til handa lesendum þessara vefsíðna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

 En hvað með hofróðuna Elínu? Gat hún kennt þér eitthvsð annað ern að sjóða hafragraut og útbúa súkkulaðisósu?

Getur þú soðið þér ýsubita og kartöflur með ásamt sósu, til að hafa í matinn dags daglega eftir þetta námskeið?

Ingibjörg Magnúsdóttir, 25.12.2010 kl. 03:13

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband