Ég lenti einu sinni sem oftar í fjölskylduboði. Þar var fullorðin kona sem fór mikinn um Sjálfstæðis- og Framsóknarflokk. Sagðist hún telja að hægri öflin í Sjálfstæðisflokknum ættu að stofna sérstakan flokk og í raun væri ekki nema sjálfsagt að hægrisinnaðir sjálfstæðismenn og framsóknarmenn sama sinnis gengju til fylgis tvið nýja flokkinn. Frjálslyndir Sjálfstæðismenn, vinstri sinnaðir framsóknarmenn og kratar gætu síðan fyllt miðjuflokk og kommúnistar, eins og hún nefndi ákveðna hjörð Íslendinga, gætu síðan búið til vinstri flokk.
Í ágætri ævisögu Gunnars Thoroddsen eftir Guðna Th. Jóhannesson er nokkuð fjallað um ástandið í Sjálfstæðisflokknum, en brestir komu í flokkinn á 8. áratugnum. Leiddu þeir m.a. til stofnunar Borgaraflokksins sem varð ekki langlífur. Skyldi það hafa stafað af því að hann var ekki norrænn? Þótt merkilegt megi heita tókst Davíð Oddssyni að halda flokknum saman þótt í raun væru sjónarmið flokksmanna tvískipt. Annars vegar voru frjálslyndir einstaklingar og hins vegar öfgasinnaðir frjálshyggjupostular sem tókst að keyra Ísland í kaf eins og frægt er orðið. Velferðarkerfið var nær eyðilagt og þjóðinni komið á vonarvöl. Kannski þessir frjálshyggjupostular fái inni í nýja borgaraflokknum. Eitt er víst. Gunnar Thoroddsen óaði við þeim.
Þótt guðbjörn haldi því fram í pistlum sínum að hann vilji ekki skrifa sem hefðbundinn, íslenskur stjórnmálamaður, virðist hann hafa fallið í þá gryfju að skrifa eins um andstæðinga sína í stjórnmálum sem aðrir landar vorir. Því er bágt að sjá hvaða nýjungar þessi flokkir boði í íslenskum stjórnmálum. Orðbragðið er hið sama og annarra sem skrifa um stjórnmál og andstæðingarnir valdir.
Það er einungis eðlilegt að reynt verði að stofna nýja flokka í því umróti sem dynur nú yfir íslenskt samfélag. Fróðlegt verður að fylgjast með væntanlegum tilraunum.
Minnt skal á snjalla vísu Jóns Ingvars Jónssonar sem hann orti fyrir rúmum tveimur árum:
Meðan okkar þjóðarþing
þarf að halda á lausnum
enginn grætur auðkýfing,
einan sér á hausnum.
Segir viðbrögð góð við nýjum flokki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 27.12.2010 | 11:09 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 319774
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er bara enn einn landráðaflokkurinn!
Nigel varar okkur við ESB!Hann veit hvað hann er að tala um:
> http://www.youtube.com/watch?v=HwQv5VAqQAg
anna (IP-tala skráð) 27.12.2010 kl. 11:35
Það að Sjálfstæðisflokkurinn hafi einn og sér keyrt Ísland í þrot ber nú ekki vott um mikla þekkingu á því sem gerðist. Heldur er þetta klisja sem sumir vilja að væri satt því það þjónar pólitískum skoðunum þeirra. Það voru m.a. bankamenn sem áttu hvað mesta sök á því sem gerðist, ásamt því að heimurinn allavega sá vestræni var yfirfullur af peningum. Stjórnaði XD á Írandi, Grikklandi, Spáni og á Kúpu. Höfundur hlýtur að hafa búið í afdal ef hann heldur í alvöru að velferðakerfið hafi verið í rúst eftir xd. Það er fyrst núna sem það er í rúst eftir vinstri stjórnina eins og alltaf. Öryrkjar og aldraðir eru farnir að vona að xd fari aftur að komast til valda.
Haukur Gunnarsson, 27.12.2010 kl. 13:04
Nuna verðpur svona skítkast ekki lengur notað heldur skynsemi og heiðarleiki. Vinstri oh hægri deyja út smá saman.Sjáum til.
Árni Björn Guðjónsson, 27.12.2010 kl. 13:11
Haukur, það er þessi afneitun ykkar íhaldsmanna sem okkur hryllir mest við. Hverjir voru þeir sem gáfu bankana, hverjir voru við völd, hverjir áttu að sjá um eftirlitið og hverjir slökuðu á öllum reglum sem áttu að halda þjófunum í skefjum?? Hvaða ráðherrar tóku þátt í peningabraskinu? Hverjir skeindu sér á uppgjörsplaggi stjórnmálaflokks síns? Kippið hausnum á ykkur út úr afturendanum og meðtakið sannleikann!!!!! Fyrr verður ykkur ekki fyrirgefið.
Davíð Þ. Löve, 27.12.2010 kl. 14:29
Einkavæðing bankanna var ekki ástæðan, heldur hverjir stjórnuðu þeim, Íslandsbanki hafði verið einkabanki í mörg ár. Vandræðin voru að bankarnir fengu aðgang að allt of miklu lausafé. Framsókn var nú talsver lengi við völd, svo kom Samf. eiga þeir þá ekki líka sína sök ef það er stjórnmálaflokkunum allt að kenna. Íslandsbanki fór m.a. á hausinn af því vinir Samf. hreinsuðu hann innan frá.
Haukur Gunnarsson, 27.12.2010 kl. 14:38
Sjallar bera i raun alla ábyrgðina. það helgast af því hve flokkurinn er valdamikill. það má segja að sjallaflokkur hafi verið nánast einráður.
Auk þess var búið að heilaþvo, má segja, stóran hluta innbyggjarar hérna með frjálshyggjukjaftæði sjalla. það gerðu sjallar með gegdarlausum áróðri ár eftir ár. Landið var orðið meir og minna samdauna áróðri sjalla sem gæti ekki gerst nema í krafti geypilegra valda sjallaflokks.
þegar farið er að tala um að sjallar beri 80-90% ábyrgð á rústalagningunni - þá er í raun óþarfi að nefna aðra til sögunnar.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.12.2010 kl. 15:41
skil ekki hvað Haukur er að reyna.. píp ?
Óskar Þorkelsson, 27.12.2010 kl. 20:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.