Seðlabankinn hófst handa við myntbreytinguna með góðum fyrirvara. Blindrafélagið var þá lítið félag sem hafði verið lítt áberandi í íslensku þjóðlífi. Nýir tímar voru þó að renna upp og ný kynslóð að taka við sem hafði uppi aðrar baráttuaðferðir en fyrrennararnir, enda var aðstaða einstaklinga af þeirri kynslóð öll önnur.
Blindrafélagið hafði byrjað að gefa út fréttabréf árið 1974 og var útgáfunni haldið áfram um nokkurt skeið. Stýrðum við Elínborg Lárusdóttir, blindraráðgjafi, fyrstu bréfunum. Rötuðu þau inn á ritstjórnir fjölmiðla sem tóku iðulega ýmislegt upp úr þeim.
Það mun hafa verið árið 1977, ef ég man rétt, að fjölmiðlar fjölluðu um myntbreytinguna og að ákveðið hefði verið að hanna nýja seðla. Skyldu þeir vera allir jafnlangir og breiðir, en áður fyrr höfðu seðlarnir verið mislangir eftir verðgildi þeirra. Sá þá blint og sjónskert fólk sína sæng útbreidda og þótti vegið að hagsmunum sínum. Ég ritaði um þetta í Fréttabréf Blindrafélagsins og orðaði víst svo að Seðlabankinn hefði hreykt sér af því að þessi aðgerð myndi auðvelda talningarmönnum bankans störf sín.
Svo fór að flestir fjölmiðlar landsins tóku þessa frétt upp og var talsvert saumað að forystumönnum Seðlabankans. Einna helst varð fyrir svörum Stefán Þórarinsson, aðalféhirðir bankans. Hringdi hann til mín og kvartaði undan orðfærinu í greininni. Svaraði ég því til að stundum þyrfti að hella yfir fólk úr fullri fötu af ísködu vatni til þess að það skyildi um hvað málið snerist. "Það er svo sannarlega rétt hjá þér, Arnþór," svaraði hann og fór svo að samtalinu lauk með því að Stefán sagðist mundi athuga málið.
Ýmsir fleiri komu að þessu máli, þar á meðal Halldór Rafnar, lögfræðingur, en þeir Jóhannes Nordal voru skólafélagar og vinir. Lauk málinu með því að ákvörðunin um seðlana var tekin aftur og urðu þeir mislangir eftir verðgildi eins og verið hafði.
Fróðlegt er að rifja upp rök þeirra seðlabankamanna fyrir því að seðlarnir yrðu gerðir jafnlangir. Þau voru m.a. þau að til væru sérstakar seðlatalningavélar sem ynnu eingöngu með þessa tegund seðla. Önnur rökin voru þau að talningarmönnum yrði gert léttara um vik. Þriðju rökin voru þau að Norðurlandaþjóðirnar auk Breta og Þjóðverja værunú þegar með jafnlanga seðla eða til stæði að taka þá upp.
Það vó þungt þegar starfsmanni Seðlabankans var bent á að Bretar og Norðurlandaþjóðirnar hefðu notað misjafnar stærðir seðla og virtist það ekki torvelda bönkunum starfsemi sína, en meginspurningin var sú hvort taka skyldi tillit til örfárra talningarmanna í stað þess að hugsa um hagsmuni fjölda fólks sem ætti í vandræðum með seðlana.
Um það leyti sem nýja krónan tók gildi hittumst við Stefán Þórarinsson og sagðist hann þá ekki botna í því hvernig nokkrum manni hefði dottið í hug að allir seðlar hérlendis skyldu jafnstórir án tillits til verðgildis. Þótt sigur hefði unnist í þessu máli var hann vart nema hálfur. Lengdarmunur seðlanna var einungis og er hálfur sentimetri, en Seðlabankinn brást við því með sérstökum seðlamátum sem afhent voru blindu og sjónskertu fólki. Ég hef að vísu ekki séð slík mát langalengi og síðast þegar ég rpurði um þau voru þau ekki til. Þá lét bankinn útbúa sérstaka seðlalesara sem lásu upp verðgildi þeirra. Þó vildi brenna við að lesararnir gætu ekki lesið seðlana væru þeir farnir að lýjast.
Saga þessi sýnir að hægt er að ná niðurstöðu í ýmsum málum ef sanngirni er gætt og skilningur á misjöfnum aðstæðum er fyrir hendi. Forystumenn Seðlabankans gerbreyttu um stefnu gagnvart blindu og sjónskertu fólki og kynntu Blindrafélaginu ýmislegt sem snerti hönnun myntar og seðla. Minnist ég þessa samstarfs með mikilli ánægju.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjármál, Mannréttindi | 5.1.2011 | 09:07 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 319776
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.