Umræða um vegatolla og bifreiðagjöld, einkum eldsneytisskatta, hefur verið í skötulíki hér á landi. Hún afhjúpar þá ömurlegu staðreynd að Íslendingar hafa í raun eyðilagt vissa innviði almannaþjónustu með því að haga seglum þannig að erfitt sé að nýta sér almenningssamgöngur. Er það einkar bagalegt á höfuðborgarsvæðinu auk þess sem dreifbýlisbúar finna fyrir því.
Þótt ýmsir, sem vinna í Reykjavík og búa utan við höfuðborgina, hafi áttað sig á því að ódýrara sé að nýta sér almenningssamgöngur, er þeim þannig varið að of fáir sjá sér hag í því að ferðast með strætisvögnunum. Það er raunarlegt að verða vitni að því hversu illa vagnarnir eru nýttir á annatímum.
Vegatollar eru tíðkaðir alls staðar í kringum okkur og ekki nema sjálfsagt að þeir séu nýttir til að fjármagna vegaframkvæmdir. Tvöfaldur suðurlandsvegur kostar mun meira en sú leið sem vegagerðin vildi fara og því ekki nema eðlilegt að menn greiði fyrir þægindin. Í raun þarf að endurskoða alla samgöngustefnu Íslendinga og þar á meðal mikinn hluta þeirra flutninga sem stundaðir eru á vegum landsins.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Samgöngur | 6.1.2011 | 08:27 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 319774
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það sem fólk hefur verið að velta fyrir sér og setja út á er að bifreiðareigendur eru að borga háa skatta sem leggjast á bensínverð. Meira en helmingur af verði bensínlítersins fer til ríkissins í formi skatta sem á að nota í m.a vegagerð og viðhald.
kv.
ThoR-E, 6.1.2011 kl. 11:43
Allar þjóðir í kringum okkur eru með her...
Tvöföldun Suðurlandsvegar er tómt rugl, 2+1 leiðin er alveg fullnægjandi, þannig að þetta kemur þægindum ekkert við. Síðan hefst framkvæmdin á öfugum enda, en aðalrökin fyrir henni eru að öryggi sé ábótavant. Það á fyrst og fremst við kaflann milli Hveragerðis og Selfoss, sem vegna óumeilanlegrar póltískrar kerfisvisku er svo seinastur í röðinni!!!
Talað er um að sett verið upp nokkur tollahlið á leiðum umhverfis höfuðborgarsvæðið. Ég reyni að stunda útivist og ætla mér ekki að fara að greiða sérstaklega fyrir að aka upp í Bláfjöll eða upp að Esjurótum.
Skattlanging á bíla og allt sem þeim tengist er nú þegar svakaleg og það kemur ekki til greina að fara að greiða aukaskatta fyrir það eitt að keyra drusluna milli staða og hananú!.
Haraldur Rafn Ingvason, 6.1.2011 kl. 13:13
hvaða allar þjóðir eru með vegatolla ?
ég veit bara um eina.. norðmenn þar sem ég bý
Óskar Þorkelsson, 6.1.2011 kl. 21:17
Til dæmis Bretlands Eyjar M6 og ýmsar brýr þar í landi. Brýr og göng í Danmörku og Svíþjóð og svo mætti lengi telja. Ef þú kærir þig um Óskar þá er skrá að finna á þessari krækju um vegtolla í Evrópu:
http://www.theaa.com/allaboutcars/overseas/european_tolls_select.jsp
Í skránni er að finna yfirlit um vegtolla (vegi, brýr og göng) í Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Írlandi, Bretlands Eyjum, Frakklandi, Portúgal, Spáni, Sviss, Ítalíu, Austurríki Tékklandi, Póllandi, Slóvakí, Ungverjalandi Slóveníu, Serbíu og Grikklandi. Í viðbót við þetta má bæta Færeyjum, Kanda og Bandaríkjunum. Þarna held ég að talin séu ansi mörg lönd í kringum okkur. Eina landið sem vantar í þessa upptalningu er Grænland. Finnland er eina nágrannalandið sem ekki innheimtir vegtolla.
Emil (IP-tala skráð) 8.1.2011 kl. 06:03
Emil, ég er búinn að keyra svíþjóð þvera og endilanga og sama má segja um danmörk.
einu vegatollar sem finnast í svþíðjóð eru takmörkunartöllar sem eru til þess að takmarka umferð inn í miðbæ stockholm og Malmö.
I danmörku hef ég ealdrei nokkurn tíma séð vegatolla. En eyrarsundsbrúin og brúin yfir stórabelti hafa vegatolla og er það á undanþágu frá ESB, því annars hefðu þessar framkvæmdir ekki verið framkvæmdar.. vegatollurinn þar er einungis til að greiða lánið sem fékkst frá ESB.
noregur hinsvegar, eina landið sem á skítnóg af peningum er með þessa andskotans vegatolla út um allt.
Óskar Þorkelsson, 8.1.2011 kl. 10:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.