Um þessar mundir fer prestur nokkur með bænina. Byggir hann textann á sálmum Davíðs konungs og vangaveltum um speki hans.
Þegar Biblían er lesin og sett í samhengi við þá tíma sem lýst er, lýkst ýmislegt upp fyrir mönnum. Þannig er augljóst að Davíð konungur hefði verið flokkaður með hryðjuverkamönnum á vorum dögum. Hann átti það sameiginlegt mð Ísraelsmönnum nútímans að hann var landtökumaður. Hann beitti öllum brögðum til að sölsa undir sig lönd annarra og hlífði þá engum, enda skákaði hann í skjóli meints vilja Guðs.
Í raun var Davíð samviskulaus óþokki sem iðraðist sjaldan. Það er umhugsunarvert að velta því fyrir sér á hvaða grunni kristin trú er talin standa. Í raun væri boðskapur Krists nægur lærdómur sannkristnum sálum þótt ekki sé bætt við frásögnum og vangaveltum um þann óþjóðalýð sem stýrði Ísraelsmönnum, meintri útvalinni þjóð Guðs.
Kemur þá að merg málsins. Voru spádómarnir um fæðingu Messíasar þess eðlis að kristnir menn geti ímyndað sér að Jesús hafi verið Messías? Voru ekki spádómarnir settir fram þegar Ísraelsmenn voru í mikilli neyð og þurftu á hughreystingu að halda? Var þeim ekki lífsnauðsyn að eignast friðarhöfðingja og mann sem allar þjóðir lytu?
Því betur sem ég kynni mér sögu þeirra feðga, Davíðs og Salómons kviknar meiri andúð á þeim og frændgarðinum öllum. Það er víst þekkt í mannkynssögunni að ýmsir hrottar hafi ort fögur kvæði sem hafa haldið nafni þeirra á lofti. Ætli Davíð konungur sé ekki einn þeirra, sjálfselskur og eigingjarn hrotti sem afsakaði gerðir sínar með orði Guðs
Ætli sé þá ekki best að enda þennan pistil á þeirri bæn að guð verði sálu hans náðugur. Einnig bið ég þess að íslenskir prestar vandi betur val sitt á orðum þeim er þeir veita yfir landslýð á morgnana.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Trúmál | 20.1.2011 | 08:33 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 319743
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.