Núverandi ríkisstjórn virðist ætla að hafa aðferðir Davíðs Oddssonar að fyrirmynd með því að óvirða úrskurð Hæstaréttar Íslands um kosningar til stjórnlagaþings. Það kemur vel á vondan.
Í desember 1999 fól Davíð nokkrum heiðursmönnum undir forystu Jóns Steinars Gunnlaugssonar, núverandi hæstaréttardómara, að semja tillögur að breytingum á lögum um almannatryggingar í kjölfar dóms Hæstaréttar, þar sem tenging örorkubóta við tekjur maka var dæmd ógild. Þar var sett inn sérstakt hefndarákvæði sem skildi eftir tekjutengingu eftir sem áður. Þannig svívirti Davíð Oddsson og ríkisstjórnin Hæstarétt jafnvel þótt hann væri að meirihluta skipaður Sjálfstæðismönnum, enda þolir Davíð illa að bíða lægri hlut.
Nú komst meirihluti þingmannanefndar að þeirri niðurstöðu að réttast væri að óvirða dóm Hæstaréttar og skipa þá, sem hlutu ólögmæta kosningu til stjórnlagaþings, í sérstakt stjórnlagaráð, sem einungis verði ráðgefandi. Það er eins og ekkert hafi breyst og Alþingi hafi engu gleymt.
Þessi málatilbúnaður minnir illilega á aðferðir Dana á 19. öld þegar stofnað var til ráðgjafarþings eða þjóðfundar um stöðu landsins og vilji meirihlutans að engu hafður. Í raun má upphaflega kenna Sjálfstæðisflokknum um þessa niðurstöðu. Flokkurinn getur ekki hugsað sér að sett verði ákvæði í stjórnarskrána sem takmarki framsals- og eignarrétt tiltekins hóps fólks að auðlindum landsins.
Stjórnlagaþingsmálið er þannig vaxið að útilokað er að sætta sig við að Alþingi eða meirihluti þess skipi eitthvert stjórnlagaráð, sem kjörið var með ólöglegum hætti. Í stað þess ber að endurskoða núgildandi lög og vanda betur til aðferðarinnar við kjör fulltrúa á þingið. Þá er m.a. rétt að huga að rafrænni kosningu jafnvel þótt landsfundur Sjálfstæðisflokksins hafi ýtt slíkum hugmyndum út af borðinu í upphafi aldarinnar. Þegar er til hugbúnaður sem getur ráðið við slíkar kosningar og auðveldað úrvinnslu gagna. Þá er lafhægt að haga málum þannig að þeir, sem hafa ekki aðgang að tölvum, geti kosið með hefðbundnum hætti.
Því á að afnema lögin um stjórnlagaþing og hefja málið að nýju. Í nýjum og endurskoðuðum lögum ber að taka fram að tillögur stjórnlaganefndar skuli bera undir þjóðaratkvæði áður en Alþingi fái um þær lokaorðið. Þannig verður tryggt að samþykkt nýrrar stjórnarskrá verði hjá þjóðinni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 26.2.2011 | 17:46 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 319774
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.