Hverjum hlífir Hæstiréttur?

 

Ritaðu tölurnar að neðan í boxið og smelltu á hnappinn til að birta heimasíðu Hæstaréttar. Það má komast hjá þessu innskráningarskrefi með því að leyfa "cookies" í vafranum þínum.

 

Þessi tilkynning er enn á heimasíðu Hæstaréttar Íslands. Blindum og sjónskertum tölvunotendum ásamt ýmsum öðrum er þannig meinaður aðgangur að síðunni. Ástæðan er leyndarhyggja Hæstaréttar.

 

Nú verður hafist handa við að vinna í þessu máli. Lesendur bloggsins fá að fylgjast með því sem gerist. Menn geta enn gert athugasemdir við næstu færslu á undan og er fólk eindregið hvatt til þess.

Þá er skorað á þingmenn að taka upp utan dagskrár á Alþingi umræðu um aðgengi blindra, sjónskertra og lesblindra að upplýsingum hér á landi. Hingað til virðast fáir þingmenn hafa sýnt málefnum þessara hópa áhuga. Nú verður það að breytast.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það er gott að þeir ætla breita þessu ég er ekki enn kominn með sekt vegna þess að reglan skilaði ekki skjölum

Ragnar Þór Ragnarsson (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 21:04

2 Smámynd: Arnþór Helgason

Sæll, Ragnar. Ekkert hefur enn komið fram um að Hæstiréttur ætli að breyta þessu kerfi. Við skulum vona að starfsmenn réttarins láti sér segjast.

Arnþór Helgason, 22.2.2011 kl. 21:19

3 identicon

já sé það las aðeins vitlaust sorry en við höfum mánuð til að skila okkar skjölum ég verð bara að fara breita tölvukerfinu hjá mér enda er það lögu úrelt síðan bbc kom til staffa enda bara gamlar bbc hlunkar sem ég nota en ég vona þeir sjái sóma sinn að breita þessu enda eiga blindir og allir þeir sem eru þannig hafi bara allan rétt held ég til að sjá þetta

Ragnar Þór Ragnarsson (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband