Aðstoðar óskað

Ég hef hugsað talsvert um aðgengi að heimasíðu Hæstaréttar Íslands að undanförnu og lokaði bloggsíðunni meðan legið var undir feldi. Svo virðist sem síðan sé að flestu leyti óaðgengileg þeim sem nota skjálestrarbúnað. Þó virðist sem einhverjir, sem komust inn á síðu réttarins á meðan hún var aðgengileg mánudaginn 7. þessa mánaðar, komist ennþá inn án þess að þurfa að rita tölur í reiti neðst á síðunni.

Eftir að hafa rætt við allnokra einstaklinga í teimur heimsálfum og beðið þá að prófa aðgengi að síðunni, virðist sem fátt hafi breyst. Því vil ég biðja lesendur þessarar síðu að fara inn á síðuna http://haestirettur.is og athuga hvort þeir geti leitað i dómasafninu og farið inn á aðrar krækjur án þess að slá inn umbeðnar tölur.

Menn skrifi svo athugasemdir við þessa bloggfærslu og fer framhald málsins eftir því hverjar niðurstöðurnar verða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Sæll Arnþór.

Ég kemst hreinlega ekki inn á síðuna án þess að slá inn þessar tölur.  Niðurstaðan er eins í vöfrunum Firefox, Chrome, Opera og Internet Explorer.

Þetta er ömurlegt viðmót fyrir blinda og sjónskerta.

Axel Þór Kolbeinsson, 14.2.2011 kl. 19:04

2 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Ég fæ glugga upp með þessum skilaboðum:

Ritaðu tölurnar að neðan í boxið og smelltu á hnappinn til að birta heimasíðu Hæstaréttar. Það má komast hjá þessu innskráningarskrefi með því að leyfa "cookies" í vafranum þínum.

Einnig er mynd af viðkomandi tölum. 

Höskuldur Búi Jónsson, 14.2.2011 kl. 19:27

3 Smámynd: Morten Lange

Prófaði Chrome undir Ubuntu Linux og upplífði það sama.

Með elinks (líka á Ubuntu Linux), sem er afbrigði af texta-vafrinum lynx, fékk ég enga spurningu um að stimpla inn kóða.

Ég fekk síðuna upp og gat leitað í dómasafni.

Þeir gefa upp eftirfarandi netfang : haestirettur@haestirettur.is

Varstu búinn að senda þeim fyrirspurn / ábendingu ?

Gangi þér vel !

Morten Lange, 14.2.2011 kl. 20:42

4 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Sæll félagi! Sama hér, ég prófaði bæði Internet Explorer og Google Chrome. Kemst ekki inn án þess að slá inn tölur og fæ sömu skilaboð upp og Höski Búi.

Kær kveðja!

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 14.2.2011 kl. 21:01

5 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

Ég fæ það sama og strákarnir þarf sem sagt að rita þessar tölur

kv. Ása Hildur

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 14.2.2011 kl. 23:40

6 identicon

Sæll Arnþór

Þegar ég fer inn á www.haestiretur.is get ég farið beint í dómaleit án þess að þurfa svara nokkrum spurningum eða lenda í neinum aðgengishindrunum. Ég nota fierfox vafrann. Þetta er hinsvegar ekki í fyrsta sinn sem ég fer inn á vef hæstaréttar og vera kann að fyrri tíma aðgangssrkráning sé virk.

Kveðja,

Kristinn

kristinnhalldor (IP-tala skráð) 15.2.2011 kl. 10:24

7 identicon

Skilaboðin:

Ritaðu tölurnar að neðan í boxið og smelltu á hnappinn til að birta heimasíðu Hæstaréttar. Það má komast hjá þessu innskráningarskrefi með því að leyfa "cookies" í vafranum þínum.

Rjúka upp í fyrsta skipt sem vafrari er notaður. Eftir það hangis kakan inn og þekkir aðgengið. Þetta má sannreyna með því að henda bakkelsinu úr vafraranum. Skiptir ekki máli hver vafraranna: Safari, Opera, Chrome, FireFox á Machintosh eða sömu vafrarar og að framan greinir auk Internet Explorer á Windows XP eða Windows 7.

Þó er rétt að fram komi að við fyrstu skiptinug fá einni síðu til annarar kemur krafan um númerin fjögur fram. Það er helst til mikið við eina heimsókn.

Merkilegt að hönnuður síðunnar skuli ekki kunna að gefa kost á upplestri eins og víða er notaður og getur ekki sett réttinn úr skorðum fjárhagslega. Reyndar merkilegt að ekki kemur fram hver er hönnuður né hvar vefsetur réttarins er hýst.

Emil (IP-tala skráð) 16.2.2011 kl. 01:40

8 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Arnþór, ég hef sömu sögu að segja og hinir hér að ofan, ég varð að slá inn tölur sem birtast þarna við reit og gerði ég það og komst þannig inn á heimasíðuna.

kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 16.2.2011 kl. 06:55

9 identicon

Ég hef sömu sögu að segja Arnþór, kemst ekki inn á síðuna - fæ sömu skilaboð  og aðrir hér að ofan en ekki eru þessar tölur upplesnar og get því ekki slegið inn. Reyndi þetta bæði gegnum explorer og chrome (er með windows 7). Merkilegt að ekki er hafður valkostur þar sem  hægt er að fá tölurnar upplesnar.

bestu kveðjur frá Noregi

Helena (IP-tala skráð) 16.2.2011 kl. 17:50

10 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Kemst á vefinn og á dómana hindrunarlaust sýnist mér. Hef ekki farið þangað lengi.

Sæmundur Bjarnason, 16.2.2011 kl. 20:39

11 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæmundur! þú hefur væntanlega góða sjón? Aftur á móti þeir sem sjá ekki vel, sjá tölurnar ekki!

Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 16.2.2011 kl. 22:08

12 identicon

Vefurinn er fullkomlega óaðgengilegur blindum (sem og daufblindum) notendum og getur verið mikil hindrun þeim sem hafa skerta sjón þ.m.t. öldruðum.

Þetta er svipað því og að loka verslun með lykli. Allir fá lykil að gjöf nema þeir sem eru fatlaðir, þeir þurfa að biðja aðra um að opna fyrir sig. Slíkt er auðvitað með öllu óþolandi.

Einnig er verið að gera ráð fyrir að fólk hafi tæknikunnátt/tölvukunnáttu (með því að leyfa 'cookies'/kökur) en margir hafa hana ekki eða geta ekki leyft cookies einhverra hluta vegna. Þetta er skrýtið fyrirkomulag á vef árið 2011.

Það má leysa þetta vandamál með auðveldum hætti og vonandi fer Hæstiréttur í það mál. 

Sigrún (IP-tala skráð) 17.2.2011 kl. 15:45

13 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Nei, Helgi ég sé engar tölur. Kannski hefur þetta með kökur að gera, veit það ekki.

Sæmundur Bjarnason, 17.2.2011 kl. 21:28

14 identicon

ég ætla leifa mér að segja bara skamm við þásem gerðu þetta eg nota í mínu fyrirtæki bbc  eldgamlar 4 svoleiðis sem komnar eru yfir 40 og ég get hvorki séð þessar töur eða síðuna  bara eins og hún leggur sig þær geta ekki keyrt kerfið sem er notað á síðunni og mikill skandall því ég starfa eftir þessu efni og öðru með einkasafn og réttbaráttu reglu mep yfir 40 mans í og ég e einn 4 sem er í stjórn en ég varð að lokan út af þessum fífla gangi í þessu liði og krefst þess að þeir taki þetta drasl úr notkunn því ef ég fer yfir m kæri ég hæstarétt fyrir að hafa sett mig með dagsektir sem urðu 80 ára gamalli regu að bana

Ragnar Þór Ragnarsson (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 00:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband