Þegar stjórn Hermanns Jónassonar var mynduð árið 1956 hitti Helgi Benediktsson, athafnamaður í Vestmannaeyjum, Hannibal Valdimarsson, þegar hann kom af sínum fyrsta ríkisstjórnarfundi. "Nú er um að gera að þið látið ykkur semja," sagði Helgi við Hannibal. Hannibal kvað ekki mundi verða skortur á samlyndi innan ríkisstjórnarinnar.
Að undanförnu hefur ritstjóra þessa bloggs oft orðið hugsað til orrustunnar á Vínheiði, þar sem Þórólfur Skalla-Grímsson féll. Er það einkum lýsingin á skoskum liðssveitum, sem valdið hefur því að mér þykir sem sumir þingmenn VG hagi sér sem þetta lausalið. Munurinn er þó sá að um andstæðar fylkingar var að ræða, en VG er enn talið ein liðsheild. Þórólfur og þeir Egill börðust gegn Skotum og vöruðu sig ekki á herbragði þeirra.
Brotthlaup þingmanna úr þingflokki þýðir ætíð einangrun og ósigur nema einhver annar flokkur vilji taka við þeim. Þannig falla menn stundum á eigin bragði en þurfa ekki lausalið úr öðrum flokkum til þess að valda sjálum sér og öðrum usla.
Atli situr ekki í umboði kjósenda VG | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 22.3.2011 | 08:23 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 319697
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki svo allskosta ólíkt því sem Nágrímur [Steingrímur] gerði þegar Jóhrannar biðlaði til hanns.
Henti loforðunum og skreið uppí hjá óvininum til að láta ríða sér í rassgat fyrir bitlinga og brauðmola af borði alsnægtanna, sem N.B. er á OKKAR kostnað!
Óskar Guðmundsson, 22.3.2011 kl. 09:07
Ég held að Atli og Lilja hafi gert rétt. Þegar fólk er beitt einelti hvort sem er í skóla eða á vinnustað, í pólitík eða tómstundastarfi er oftast rétt að segja skilið við eineltisseggina og það hled ég að sé þegar komið í ljós með yfirlýsingum flokkseigendafélagsins og formannsins sem er orðinn uppvís af eineltistilburðum að nú reiðist hann og skal aldeilis láta kné fylgja kviði. Engar nefndir og helst að reka þau úr flokknum.
Ég er gamall kjósandi Atla, ég segi gamall af því að ég er hættur að styja Vinstri-græna af því að ég hef aldrei séð einn mann eins og Steingrím J. Sigfússon svíkja svo illilega þá stefnu sem hann hefur talað fyrir eins og hann hefur unnið núna síðustu misseri.
Það er algjörlega á skjön við lífsviðhorf flestra sem kjósa Vinstri græna að mylja undir sjálftökuliðið og afhenda því góssið aftur, það átti að gera upptækt og nota í þágu fólksins. Af hverju geta bankar sýnt milljarða hagnað en fyrir 3 misserum var ekki hægt að nota þennan hagnað til að leiðrétta skuldastöðu heimila í landinu.
Ég er ánægður með ákvörðun Atla og Lilju og viðbrögð Steingríms J og flokkseigendaklíkunnar eru akkurat þau sem maður er búinn að læra að koma úr þeim herbúðum. Aldrei Steingrím og vonandi lekur allt fylgi af VG en ég væri til í að kjósa Atla aftur.
Sigurður Haraldsson
Sigurður Haraldsson (IP-tala skráð) 22.3.2011 kl. 09:13
Hví tóku VG Þránni Bertelssyni fagnandi? Úr stjórnarandstöðunni. Óflokksbundinn brotthlaupara?
Fólk má sumsé bara koma til ykkar - ekki fara.
Þetta er nú tvískinnungur af verstu sort og ættu - sérstaklega ekki flokksmenn VG - að kasta steinum úr glerhúsi.
Hinsvegar hugnast mér að Atli sé velkominn í aðra flokka, en sem einstaklingur - en það er hans val.
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 22.3.2011 kl. 22:10
Í hvers umboði aktar forma'ur flokksins í afstöðunni til Evrópuinngöngu og Icesave? Þetta er alveg dæmalaust kjánaleg ákorun þessara Sunnlensku byltingarmanna. Þeir ahafa algerlega gert sig að fíflum og ættu að ganga með hauspoka fram yfir næstu kosningar a.m.k.
Þessi flokkur er sá sísti sem ætti að tala um umboð og ábyrgð. Þeir komu sér á þing með kosningasvikum, sem lengi verða í minnum höfð og drepa þennan svikaraflokk vonandi endanlega, þegar upp verður staðið.
Öll þjóðin er með aulahroll yfir þessu nýjasta útspili. Ekki láta þig dreyma um að vera teknir alvarlega. Það er löngu liðin tíð sem aldrei kemur aftur. Hafðu það frá fyrrverandi flokksmanni.
Jón Steinar Ragnarsson, 23.3.2011 kl. 00:53
Allir eiga að vita það - að þeir þingmenn sem kjörnir eru til Alþingis Íslendinga eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína samkvæmt stjórnarskrá: (sjá undirstrikað af KP niðurlag 44. gr....
Ég legg til að þjóðin fái rækilega kennslu um núverandi stjórnarskrá - t.d. í sjónvarpinu, - það umræðan hérlendis er oftar en ekki fáránleg - eins og 90% Íslendinga kunni nánast ekkert um stjórnarskrá lýðveldisins!
Það er ekki skrýtið þó ástandið sé eins og það er - ef svo er...
Kristinn Pétursson, 23.3.2011 kl. 03:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.