Engin viðurlög eru gegn því að brjóta á fötluðu fólki enda hafa kærur í samræmi við lög um málefni fatlaðra sjaldnast skilað árangri.
Engin viðurlög voru gegn því að menn færu sínu fram í bankakerfinu og því fór sem fór. Enginn hefur óttast nokkurn skapaðan hlut og enn heldur samráðið áfram. Engum hefur verið stungið inn eða hann látinn sæta persónulegum ábyrgðum vegna samráðs um skiptingu markaðar milli fyrirtækja.
Nú færist í vöxt að heimasíður verði óaðgengilegar sjónskertu fólki. Engin lög um aðgengi að upplýsingum eru í gildi hér á landi og því engin viðurlög gegn því að traðka á réttindum blinds fólks. Jafnvel Hæstiréttur Íslands er þar framalega í fylkingu til þess að hlífa fyrrum sakamönnum á kostnað þeirra sem ekkert hafa sér til saka unnið. Morgunblaðið birti jafnvel leiðara í júlí 2008 þar sem Íslendingum var hrósað vegna víðsýni í aðgengismálum og það talið stjórnvöldum til gildis að engin viðurlög gildi um þessi mál hérlendis.
<>Íslendingar, eins og aðrar þjóðir, skilja aldrei fyrr en skellur í tönnum. Þess vegna eru viðurlög óhjákvæmilegur hluti lagasetningar hér á landi sem annars staðar.
Fyrrum bankastjóri Seðlabankans og núverandi ritstjóri Morgunblaðsins taldi sig eitt sinn í sjónvarpsviðtali saklausan af því sem fór af stað í bankahruninu þótt hann hefði sleppt frjálshyggjuöflunum lausum án viðurlaga - það hefðu eingöngu verið frjálshyggjueinstaklingarnir sem kunnu ekki að notfæra sér frelsið án þess að skaða aðra.
Hvers vegna eru viðurlög gegn því að brjóta umferðarlög?
Hvers vegna er smáþjófum refsað fyrir að brjótast inn hjá fólki og stela?
Hver er munur á þeim og stórþjófum, félagslegum eða stjórnmálalegum glæpamönnum og ofbeldismönnum?
Ekki heimild til að beita viðurlögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 24.3.2011 | 16:45 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.