Öryrkjabandalag Íslands átti sér traustan bandamann á meðan Styrmir gunnarsson var ritstjóri Morgunblaðsins. Í sunnudagsmogganum, sem fylgdi blaðinu 30. apríl sl., birtist grein hans, Þjóðarátak gegn fátækt og örbirgð.
http://mbl.is/mm/greinilegur/mogginn/bladid/?type=2;flokkur=32
Það ríkir alvarleg neyð í ákveðnum þjóðfélagshópum á Íslandi. Sú neyð er ekki efst á baugi í þjóðfélagsumræðum. Hún sést ekki í þeim meðaltölum sem notuð eru til þess að fjalla um lífskjarastig í samfélaginu. En þrátt fyrir allt erum við enn svo fá, að það fréttist manna á meðal hvað er að gerast í lífi einstaklinga og fjölskyldna. Sennilega er þessi neyð mest meðal öryrkja, atvinnulausra, einstæðra mæðra og þeirra sem eru á lægstu launum.
Neyðin birtist í því, að jafnvel fólk sem er í fullri vinnu en á lægstu launum á ekki fyrir mat út mánuðinn, þegar skattar og skyldur hafa verið inntar af hendi og húsnæðiskostnaður greiddur. Hvað á að segja við fólk sem er í fullri vinnu en á sannanlega ekki fyrir mat?
Neyðin birtist í því, að börn mæta ekki í skóla vegna ástandsins heima fyrir.
Neyðin birtist í því að dæmi er um sjálfsvíg vegna þess að fjölskyldufaðir, sem hafði verið atvinnulaus lengi, sá ekki út úr daglegum vandamálum.
Þetta eru ekki innantóm orð. Þetta eru raunveruleg dæmi úr daglegu lífi fólks á Íslandi á þessu ári.
Í Morgunblaðinu sl. miðvikudag sagði Björk Vilhelmsdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar:
Það er mikil neyð hjá mörgum lágtekjuhópum, ekki aðeins öryrkjum.
Sl. þriðjudag sagði Guðmundur Magnússon, formaður Öryrkjabandalags Íslands, m.a. í viðtali við Morgunblaðið:
Ástandið er skelfilegt. Það er hneyksli að þessi ríkisstjórn skuli kenna sig við velferð. Það er mjög algengt að hingað komi fólk sem sér ekki fram á að peningarnir endist út mánuðinn. Ástandið hefur farið hraðversnandi síðan hrunið varð. Þetta er langsamlega alvarlegasta staða sem ég hef séð síðan ég fór að láta mig þessi mál varða á miðjum áttunda áratugnum.
Og Guðmundur Magnússon bætti við:
Fólk leitar eftir ókeypis mat hjá vinum og kunningjum til að draga fram lífið. Sumir eiga þess ekki kost. Það eru heldur ekki allir sem treysta sér í matarraðir. Ég mundi því ætla að hundruð Íslendinga svelti á árinu 2011.
Það þarf ekki lengi að svipast um í samfélagi okkar til þess að átta sig á að þetta eru ekki orðin ein. Þetta er hinn harði veruleiki og hann er óþolandi.
Þetta mál snýst ekki um pólitík eða dægurþras. Það er yfir slíkt hafið. En úrlausn þess kallar á samstöðu allra þjóðfélagsafla, stjórnar og stjórnarandstæðinga, verkalýðshreyfingar og vinnuveitenda og annarra félagsmálaafla. Sú úrlausn þolir enga bið.
Fólkið sem vinnur daglega við að leysa úr vanda þeirra sem lifa við örbirgð þekkir þetta bezt. Ekki bara meðaltölin heldur þau einstöku dæmi sem opna augu manna fyrir því sem er að gerast í samfélagi okkar. Hið æskilega er, að Guðbjartur Hannessson, velferðarráðherra, gefi Alþingi strax eftir helgi skýrslu um fátækt á Íslandi og byggi hana á raunverulegum og áþreifanlegum dæmum en ekki tölfræði og meðaltölum. Og að stjórnmálaflokkarnir allir tilnefni fulltrúa af sinni hálfu sem taki þátt í að skipuleggja þjóðarátak gegn fátækt á Íslandi, gegn örbirgð og sjálfsvígum og gegn því hneyksli að börn geti ekki mætt í skóla sökum fátæktar.
Þeir sem hér eiga hlut að máli eiga sér í raun og veru ekki aðra málsvara en Öryrkjabandalagið, sem vinnur merkilegt starf og Guðmundur Magnússon er áhrifamikill talsmaður þess og málstaðar lítilmagnans í samfélagi okkar. Önnur félagasamtök og hagsmunasamtök eru með hugann við önnur verkefni og önnur baráttumál. Það vill gjarnan verða svo, að þeir sem minnst mega sín eiga sér fæsta málsvara og til þeirra heyrist minnst.
Íslendingar nútímans þekkja fátt annað en allsnægtir. Það voru afar og ömmur þeirra, sem fæddust um það bil, þegar Ísland var að verða lýðveldi, sem þekktu til raunverulegrar fátæktar og hvað það var að eiga ekki mat. Barnabörn þeirra þekkja þá veröld einungis af frásögnum þeirra sem fæddir voru á síðari hluta 19. aldar. Þetta er ein af ástæðunum fyrir því, að fólk á svo erfitt með að trúa því, að það sem hér er um fjallað sé raunveruleiki. En það er því miður raunveruleiki að of margir Íslendingar eiga ekki fyrir mat og afleiðingar fátæktarinnar koma fram með ýmsum hætti og alveg sérstaklega koma þær niður á börnum. Börnum sem munu aldrei gleyma þeirri lífreynzlu svo lengi sem þau lifa og mun fylgja þeim alla tíð.
Viljum við svona þjóðfélag? Auðvitað ekki.
Getum við verið þekkt fyrir að láta þetta gerast fyrir augunum á okkur? Auðvitað ekki.
Okkur hafa verið mislagðar hendur um marga hluti frá hruni. Samfélagið er sundrað og klofið ofan í kjöl.
Daglegt pólitískt stríð dregur að sér alla athygli fjölmiðla. Ég kann að vísu ekki á Facebook en hef ekki orðið var við að þessi samfélagsvandamál hafi verið til mikillar umræðu þar.
Getum við náð saman um að leysa neyð þessa fólks? Getur örbirgð þess orðið til þess að þjappa þjóðinni saman þó ekki væri um annað en það að útiloka að fólk svelti meira en hundrað árum eftir að afar okkar og ömmur, langafar og langömmur kynntust því hvað það er að eiga ekki mat?
Það segir töluverða sögu um þetta samfélag hvort okkur tekst það.
Ef okkur tekst það ekki verðum við að horfast í augu við að við erum ófær um að takast á við það sem máli skiptir.
Allar hörpur samtímans veita okkur litla ánægju ef við getum ekki leyst þennan aðkallandi vanda meðbræðraokkar.
Við skulum ekki láta það verða eftirmæli okkar kynslóða að við látum þetta gerast og gerum ekki neitt.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Kjaramál, Mannréttindi | 1.5.2011 | 11:36 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 319771
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.