Harpa - húsið okkar allra

Ég starfa ekki sem blaðamaður og því er ég stundum lengi að ákveða hvað skrifa skuli um.

Þegar hugurinn reikar til fyrstu tónleikanna, sem haldnir voru í Hörpu miðvikudaginn 4. maí, þakka þég fyrir að allt fór saman: frábær stjórnandi, undurgóð hljómsveit og einleikari, áhrifamikill kór og einsöngvarar, áheyrendur sem frá streymdu gleðibylgjur og unaðslegur salur, salurinn sem margir höfðu þráð en fæstir búist við því sem mætti eyrum þeirra.

Í fyrsta sinn skynjaði ég til fulls dýpt og hreinleika strengjanna og hljóðfærin greindu sig hvert frá öðru betur en aldrei fyrr, en mynduðu þó eina órofaheild. Stjórnandinn hafði tvö hljóðfæri í höndum sér: hljómlistarmennina og Hörpu. Hann lék á hvort tveggja af einstakri fágun og kunnáttu. Ég hef oft heyrt 9. sinfóníu Beethovens flutta á tónleikum og píanókonsert Griegs. Aldrei heryði ég fyrr jafnmiklar styrkandstæður sem á þessum tónleikum. Salurinn skilaði þeim öllum. Vladimir Ashkenazy þekkti hann þrátt fyrir stutt kynni og vissi hvað mætti bjóða honum og áheyrendum. Afraksturinn varð ólýsanlegur.

Verk Þorkels Sigurbjörnssonar, Velkomin Harpa, var látlaust og íburðarlítið eins og hæfir auðmjúkri sál sem fyllist þakklæti þegar æðsti draumurinn rætist.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Vel mælt og góð lýsing Arnþór.

hilmar jónsson, 6.5.2011 kl. 18:22

2 identicon

þetta er flott hús þó ég segi sjálfur frá en ég hef hvorki farið í hof hér á akureyrir né hörpuna en ætla drífa mig einhvern daginn og skoða hof mér er sagt þetta sé eins og gimsteinn

Ragnar Þór Ragnarsson (IP-tala skráð) 6.5.2011 kl. 18:54

3 identicon

og til hemingju allir með þessi fallegu hús

Ragnar Þór Ragnarsson (IP-tala skráð) 6.5.2011 kl. 18:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband