Það leitar óneitanlega á hugann að sumir séu öðrum hæfari til þess að komast af við erfiðar aðstæður. Einn þingmanna Sjálfstæðisflokksins er orðinn leiður á lágu þingfararkaupi og vill að launin verði hækkuð hið fyrsta. Það vildu víst fleiri. Þessi vesalings þingmaður er svo illa haldinn að hann hefur þurft að borga með sér í starfinu. Hann var á miklu hærri launum en áður og hafði tamið sér slíkan lífsstíl að þingfararkaupið auk styrkja sem fylgja þingmennskunni, duga ekki fyrir framfærslu mannsins, en hann er þingmaður landsbyggðarkjördæmis og býr í Reykjavík.
Margir eru í slíkum sporum. Sumir hafa misst vinnuna, verið sagt upp eða jafnvel reknir og ekki fengið fast starf síðan. Til er fólk hér á landi sem hefur orðið að fella flest segl til þess að kollsigla sig ekki. Þetta fólk var þó ekki á neinum ofurlaunum. Til eru atvinnuveitendur hér á landi sem nýta sér neyð þessa fólks, ráða það sem verktaka og lækka við það launin, þegar þeir sjálfir þurfa á meira fé að halda til einkaneyslu. Sumir þessara atvinnuveitenda tengjast Sjálfstæðisflokknum eins og áður nefndur þingmaður.
Ég hlýddi hrærðum huga á frétt Ríkisútvarpsins í gær, þegar greint var frá því að áður nefndur þingmaður þyrfti á hærra kaupi að halda. Aumingja maðurinn. Hann fórnaðis sér fyrir kjördæmið sem hann fæddist í og hefur þurft að bera skaðann. En hvaða skaða? Hvað afrekaði hann áður? Úr hvaða hálaunastarfi hvarf hann og hvers vegna bauð hann sig fram til þings? Svari sá er veit.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 18.5.2011 | 06:47 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.