Bilið vex millum alþýðu og yfirvalda

Herra Karl Sigurbjörnsson, biskup, er mikill ræðuskörungur og hefur einwstakt lag á að finna réttum orðum stað á réttum tíma. Við hjónin ætluðum að hlýða prédíkun hans í morgun, en svo varð ekki.

Undanfarin ár höfum við verið viðstödd athöfn á Austurvelli þann 17. júní og haldið þaðan í Dómkirkjuna í Reykjavík að hlýða messu. Í morgun brá svo við, að lögregluþjónar stöðvuðu okkur og greindu frá því að kirkjan væri einungis opin öðrum en almenningi.

Þegar svo er komið að höfuðkirkja landsins er einungis opin boðsgestum á þjóðhátíðardegi landsins, er hæpið að hægt sé að tala um þjóðkirkju. Skiptir þá engu hvort þeir, sem ætla sér að hlýða messu séu utan eður innan þjóðkirkjunnar. Kirkja, sem hýsir einungis valda boðsgesti, er ekki framar kirkja almennings heldur yfirvaldanna.


mbl.is Biður þjóðina að horfa fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú misskilur þetta, þjóðin borgar og elítan talar niður til lýðsins, þess vegna heitir þetta þjóðkirkja.

Gulli (IP-tala skráð) 17.6.2011 kl. 21:14

2 Smámynd: Jón Svavarsson

Það er með ólíkindum hvað búið er að eyðileggja þessa hátíðarstund, ég hef verið á Austurvelli flest undanfarin ár að morgni 17. júní og girðingin sem er utan um hátíðahöldin er sífellt að færast utar og utar í fyrra spurði ég Lögreglumann hvenær þeir myndu bara loka Austurvelli fyrir almenningi á þesum hátíðamorgni og sagði hann að það hefði komið upp sú umræða! Til hvers er þá verið að hafa þessa athöfn ef fólkið í landinu fær ekki tækifæri á að taka þátt í henni. Geta þeir ekki boðið þessum ÚTLENDINGUM bara einhversstaðar í lokað húsnæði og helt í þá Brennivíni eða eitthvað, er þessi Þjóðhátíð Íslandinga bara fyrir útlendinga? Þessi athöfn er aðal atriði þessa dags, allt annað eftir það er dægrastytting og gleðilæti, að ógleymdu peningaplokki í sölu á pylsum, blöðrum og sleikibrjóstsykri!

Er ekki komin tími til að enduskoða framkvæmd þessarar hátíðar? það voru nú leigðir áhorfenda pallar með sætum fyrir útlendingana, sem líklega hefur kostað einhverjar miljónir, en það er atvinnuskapandi fyrir það fyrirtæki, því má þá ekki leyfa almenningi að njóta líka þessarar athafnar? Ræða forsætisráðherra sem tók rúmar tuttugu mínútur í flutningi og innihélt ekkert nema skrum og skæling, endurtekningar og væl, hefði mátt vera bara fimm mínútna ávarp með einföldum hamingjuóskum til þjóðarinnar, en bíðið við þessi ráðherra hefur bara ekki flutt þjóðinni neina hamingju, aðeins verndað auðvaldið og níðst á almúganum og undirstrikað það með þeim flokkadráttum sem þarna eru viðhafðar. Er ekki komin tími á að sýna þjóðinni smá virðingu og skera á þessa stéttarskiptingu sem engin vill kannast við en allir viðhalda?

:-)

Jón Svavarsson, 18.6.2011 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband