Í gærkvöld, eftir að myrkt var orðið, héldum við út í náttmyrkrið og nutum góðviðrisins. Haldið var að Hörpu. Þar gaf á að líta. Framhlið hússins var upplýst, ekki allur hjúpurinn. Ljósin voru mild en ekki ágeng - stjörnubliki líkust, eins og Elín orðaði það. Var það samdóma álit okkar að Ólafur Elíasson vissi mætavel hvað hann gerði. Ágeng skrautlýsing hefði verið í æpandi ósamræmi við flest sem tíðkast hér á landi og jafnvel spillt miðborgarmyndinni.
Þótt Harpa sé ekki yfir gagnrýni hafin nær ekki nokkurri átt að lýsa áhrifum hússins á þá sem hafa einungis séð það á sjónvarpsskjá eða hlýtt á útsendingarnar í sjónvarpi. Þegar vígslutónleikunum var sjónvarpað 13. maí síðastliðinn var þeim einnig útvarpað. Við völdum þann kost að hlýða á útsendingu útvarpsins, en þá varð ekki samræmi millum varahreyfinga þeirra sem töluðu í útvarpið og sáust á skjánum því að nokkur tímamismunur var á útsendingunni. Hljóðgæði sjónvarpsútsendingar voru hins vegar í lakara lagi og hafa vafalítið spillt ánægju margra sem hlökkuðu til að njóta tóngæðanna. Þekktur söngvari orðaði það svo, þegar við ræddum málið, að hann hefði orðið fyrir vonbrigðum með húsið. Þau lágu í því, þegar eftir var spurt, að hljómburðurinn hefði ekki skilað sér í sjónvarpinu.
Þannig var það með afhjúpn glerhjúpsins. Auglýsingaskrumið bar fegurðarskynið ofurliði.
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | 22.8.2011 | 19:02 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.