Brjálađi mađurinn međ blindrastafinn

Föstudaginn 16. ţessa mánađar verđur haldi ráđstefnan Hjómum til framtíđar. Verđur ţar rćtt hvernig megi auka hljólreiđar í Reykjavík. Ekki veitir af, ţví ađ ađstađa gangandi og hjólandi vegfarenda hefur fariđ versnandi ađ undanförnu nema ţar, sem lagbđir hafa veriđ sérstakir hjólreiđastígar.

 

Árangursrík endurhćfing

 

Áriđ 1978 var ég svo heppinn ađ komast í endurhćfingu í borginni Torquay í Devonskíri á Bretlandi. Lćrđi ég ţar m.a fyrir tilstilli Elínborgar Lárusdóttur, blindraráđgjafa. ađ komast leiđar minnar međ ţví ađ nota hvíta stafinn, eitt helsta hjálpartćki blindra. Ţegar ég kom heim hófst ég handa viđ ađ lćra ýmsar leiđir og reyndist móđir mín, Guđrún Stefánsdóttir, mér einstaklega velí ţeirri viđleitni. Einnig reyndist Emil Bóasson ásamt öđrum mér mikil hjálparhella.

 

Á nćstu árum fór ég víđa um borgina á eigin spýtur og lenti í margvíslegum ćvintýrum. Naut ég ţess ađ ögra sjálfum mér og umhverfinu og takast á viđ ţann vanda sem fylgir ţví ađ fara gangandi um borgina á eigin spýtur og án annarrar ađstođar en ţeirrar, sem reyndist nauđsynleg.

 

Versnandi ađstađa

 

Um nokkurra ára skeiđ dró úr gönguferđum mínum, enda voru ţá annir miklar og ađstćđur breyttar. Eftir a ég missti fasta atvinnu í ársbyrjun 2006 hófust gönguferđirnar á ný. Ţá komst ég ađ ţví ađ ađgengi blindra og sjónskertra ađ Reykjavíkurborg hefur stórversnađ og samtök fatlađra virđast hafa sofnađ á verđinum nema ţeirra, sem ferđast um í hjólastól. Ţeir hafa vakađ á ferđunum og stundum trođiđ á rétti annarra. Verđa hér rakin nokkur dćmi um hćttur, sem hafa veriđ búnar til í umferđinni.

 

1.    Svokallađar zebrabrautir eru nćr horfnar úr borginni. Gangandi og hjólandi vegfarendum er nú iđulega beint yfir götur á gangbrautum sem eru á gatnamótum. Ţví fylgir einatt stórhćtta og sums stađar eiga gangandi vegfarendur ţar engan rétt.

2.    Gatnamót eru nú međ meiri sveigju en áđur og er oft erfitt sjónskertu eđa blindu fólki ađ taka rétta stefnu yfir gangbrautir.

3.    Sums stađar á gatnamótum eru svo kölluđ beygjuljós. Ţegar umferđ hefur stöđvast á ađalbraut virđist ţeim, sem ćtla ađ beygja inn í hliđargötur, gefiđ veiđileyfi á gangandi vegfarendur í dálitla stund. Skapar ţetta stórhćttu og er í raun banatilrćđi viđ ţá sem eru sjónskertir eđa blindir.

4.    Víđa hefur gangbrautum veriđ breytt ţannig, ţar sem götur eru í breiđara lagi, ađ gangandi eđa hjólandi vegfarendur geta ekki fariđ beint af augum yfir göturnar. Sveigja verđur til hliđar á umferđareyjunni til ţess ađ komast leiđar sinnar. Er ţetta erfitt hjólandi vegfarendum )t.d. ţeim sem eru á tveggja manna hjóli) og gerir blindu fólki nćr útilokađ ađ fara yfir á réttum stöđum. Ţessar brautir eru í raun sem ófćr stórfljót.

5.    Víđa í borginni finnst ekki lengur neinn munur á götum og gangstéttum og lenda ţví blindir vegfarendur iđulega úti á götu án ţess ađ átta sig á ţví. Laugavegurinn er glöggt dćmi um slíkt.

6.    Borgaryfirvöld hafa markađ örstutt svćđi nćrri umferđarljósum og víđar međ rauđum steinum. Áferđ ţeirra er svo svipuđ nánasta umhverfi ađ blindur mađur međ hvítan staf tekur ekki eftir neinu.

7.    Í ţeim mannvirkjum, sem tekin hafa veriđ í notkun ađ undanförnu, er ekkert tillit tekiđ til blindra eđa sjónskertra. Arkitektar virđast enga hugmynd hafa um merkingar, heppilega litasamsetningu, leiđarlínur o.s.frv. Háskólatorgiđ, Háskólinn í Reykjavík og Höfđatorg eru glöggt dćmi um slíkt. Ţá er Ingólfstorg beinlínis stórhćttuleg slysagildra.

8.    Engar merkingar eru í námunda viđ biđstađi strćtisvagna sem auđvelda blindu fólki ađ finna ţćr.

9.    Víđa eru margs konar stólpar og hindranir sem valda fólki meiđslum og margs kyns óţćgindum.

10.  Ekkert, bókstaflega ekkert, var gert til ţess ađ auđvelda blindu eđa sjónskertu fólki umferđ um Hlemm og ađrar samgöngumiđstöđvar. Ţegar breytingar voru hannađar var látiđ sem ţessi hópur vćri ekki til.

 

Ţótt félagsţjónusta í Reykjavík sé e.t.v. skárri en víđast hvar verđur ţví ekki neitađ ađ borgin er ţannig skipulögđ ađ unniđ er markvisst ađ einangrun ţessa hóps. Tökum sem dćmi hús Blindrafélagsins viđ Hamrahlíđ 17. Ţangađ er ađ vísu hćgt ađ komast međ einum strćtisvagni. Sá, sem hyggst fara gangandi ţađan á eigin spýtur í norđur, er hins vegar ofurseldur Miklubrautinni vegna breytinga, sem gerđar voru á gönguleiđinn á mótum Miklubrautar og Stakkahlíđar. Nú er ekki lengur hćgt ađ fara beint yfir Miklubrautina heldur verđur ađ sveigja til hliđar til ţess ađ halda áfram. Ţannig var blint fólk útilokađ frá ţví ađ nýta ţessa gönguleiđ og ţjónustumiđstöđ blindra um leiđ einangruđ.

 

Ástandiđ er litlu skárra í sumum nágrannasveitarfélögum Reykjavíkurborgar. Nú er nauđsynlegt ađ menn taki saman höndum og vinni markvisst ađ breytingum á ţessu sviđi og búi til borg og kaupstađi, sem ćtluđ sé öllum en ekki sumum. Myndum nú ţrýstihópa ţeirra sem eiga undir högg ađ sćkja í umferđinni. Oft var ţörf, en nú er nauđsyn.

  

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband