Í kvöld var útvarpað frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu. Á dagskrá var rússnesk tónlist. http://sinfonia.is/
Hvorki verður gerð grein fyrir stjórnanda, einleikara né tónskáldum, enda er ítarleg umfjöllun á vefsíðu sinfóníuhljómsveitarinnar.
Flutningur annars píanókonserts Tsjaikovskís var með eindæmum stórkostlegur og ótrúlegur styrkur sem einleikarinn býr yfir.
Það var fróðlegt að fylgjast með útsendingu Ríkisútvarpsins. Hljómurinn úr Hörpu skilar sérmeð öðrum hætti en tónninn úr Háskólabíói. Að vísu höfðu tónmeistarar Ríkisútvarpsins náð góðum tökum á kvikmyndasalnum og var útsending þaðan einatt hreinasta afbragð.
Í kvöld fannst mér hljómsveitin einhvern veginn of nálæg og tónninn fyrir vikið dálítið þurr. Dýpt hljómsveitin skilaði sér með ágætum. Vafalaust eiga tónmeistarar útvarpsins eftir að læra á þetta eins og annað.
Þar sem ég sat heima í stofu gat ég ekki betur heyrt en stjórnandinn hefði dreift hljómsveitinni öðruvísi um sviðið en vant er. Fiðlurnar voru aðallega hægra megin en sellóin og bassar vinstra megin. Hélt ég fyrst að um væri að kenna einhverjum ráðstöfunum vegna píanókonsertsins, en í sinfónísku dönsunum, sem tónleikunum lauk á, var þetta einnig svo.
Sérstakt lof fær Arndís Björk Ásgeirsdóttir fyrir viðtal við Valdimar Pálsson, sem útvarpað var í hléinu. Það hafði allt til að bera sem prýða má gott viðtal. Það var skemmtilegt, fróðlegt og einlægt. Arndís skreytti það með tónlistarbrotum. Hún gætti þess jafnan að tónlistin kaffærði ekki viðmælandann og mættu Víðsjármenn Ríkisútvarpsins fara í læri hjá Arndísi.
Í heildina var útsendingin með ágætum og ástæða til að óska aðstandendum til hamingju.
Næsta hálfa mánuðinn verður hægt að hlusta á tónleikana á vefsíðu Ríkisútvarpsins,
http://dagskra.ruv.is/streaming/ras1/live/
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Menning og listir | 15.9.2011 | 22:39 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 319697
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Í kvöld ræddi ég við Lin Wei, fiðluleikara í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hún fullyrti að uppstilling hljómsveitarinnar hefði verið hefðbundin. Það bendir til þess að tengingum hafi verið víxlað hjá Ríkisútvarpinu. Það hefur svo sem gerst áður, en fyrir nokkrum árum víxlaðist tengingin fyrir útsendinguna á netinu. Þessu er hér með komið á framfæri.
Arnþór Helgason, 16.9.2011 kl. 21:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.