Breytingar á Viðskiptablaðinu

Nokkrar sviptingar virðast hafa orðið á Viðskiptablaðinu að undanförnu. Söludeild blaðsins hefur verið lögð niður og verkefnin færð til annars fyrirtækis úti í bæ. Í fyrrahaust var söluþóknun sölumanna lækkuð um þriðjung þrátt fyrir góðan árangur deildarinnar.

Þá berast einnig þau tíðindi að Þórður Snær Júlíusson og Magnús Halldórsson, sem komu til viðskiptablaðsins um svipað leyti og Björgvin Guðmundsson, sem síðar varð ritstjóri, hafi nú báðir ráðið sig til 365 miðla. Þar með hverfa þeir blaðamenn af vettvangi sem voru helsta fjöðurin sem sölumenn blaðsins skreyttu sig með og drógu að kaupendur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband