forstjóri Bankasýslu ríikisins las ekki heima

Allir hafa sína kosti og þá hefur núverandi forstjóri Bankasýslu ríkisins.

Sumir hafa talið honum til gildis að hafa verið aðstoðarmaður fyrrum ráðherra iðnaðar- og orkumála. Þegar betur er að gáð er ekki víst að sú skoðun standist. Á meðaan hann var aðstoðarmaður, voru orkufyrirtækin einkavædd vegna þess, eftir því sem haldið var fram, að ákveði samningsns um EES gerðu ráð fyrir því. Síðar kom í ljós við nánari athugun að frá þeim ákvæðum voru gild undankomuákvæði sem hvorki þáverandi ráðherra né aðstoðarmaður virtust hafa hugmynd um, og af því súpa landsmenn nú seyðið.

Skyldi brennt barn forðast eldinn?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Það grátlegasta við þessa ráðningu er ekki einungis trassaskapur við heimalesturinn, heldur það, að nú, árið tvöþúsund og ellefu, skuli ekki fleiri en raun ber vitni, enn stunda heimalesturinn sem skildi. Íslendingar eru aular upp til hópa, því miður, en sennilega er aldalangur undirlægjuhættur og sleikjuskapur við valdhafa ein af orsökum þess að svo auðvelt er að hrauna yfir þessa guðsvoluðu þjóð. Hún kýs jafnvel kvalara sína á þing, kjörtímabil eftir kjörtímabil. Hljóta að vera einhverskonar masokírsk gen í þessari litlu þjóð, hér á hjara veraldar. Við værum jú sennilega ekki stödd hér, enn þann dag í dag, nema fyrir einhverskonar ónáttúru í okkur sjálfum. Hilsen að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 8.10.2011 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband