Fréttastofa Ríkisútvarpsins - málpípa andófsafla

Fréttastofu Ríkisútvarpsins hefur iðulega verið ábótavant þegar um erlendar fréttir er að ræða. Þýðingar eru ómarkvissar og fáfræði fréttamanna almenn um ýmislegt sem varðar stjórnkerfi og landshagi fjölmennra ríkja austan hafs og vestan.

Þá ber einatt á því að andstyggð fréttamanna hlaupi með þá í gönur. Þannig var Dagblað alþýðunnar í morgun kallað "málpípa kínverskra stjórnvalda.

sá, sem það gerði, er margreyndur fréttamaður, en hefur iðulega orðið á að láta andstyggð sína á kínverskum stjórnvöldum hlaupa með sig í gönur. Jafngildishlaðið orðalag og þetta sæmir ekki fréttastofu Ríkisútvarpsins. Verður e.t.v næst upp á teningnum að nefna Morgunblaðið málpípu soðningaríhaldsins?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband