Haustið 2009 var ákveðið að eyðileggja þáttinn Vítt og breitt, sem hafði verið á dagskrá Ríkisútvarpsins eftir hádegi alla virka daga um nokkurt skeið. Í þættinum ríkti ákveðið frjálsræði og bryddað var upp á ýmsum nýjungum. Þátturinn átti sér dyggan hlustendahóp.
Þegar þátturinn var gerður að morgunþætti hvarf fjölbreytnin og hlustendum fækkaði að mun. Síðan hefur flest hallast á ógæfuhliðina með morgunútvarp Rásar 1. Þættirnir eru fastmótaðir, rætt við sömu viðmælendurna aftur og aftur í löngum símtölum, þar sem tóngæði eru yfirleitt slæm og erfitt að greina orðaskil.
Á eftir fréttunum kl. 8:05 hefst síðan Morgunstundin. Hún byrjaði þokkalega fyrir nokkrum árum og umsjónarmanni fór heldur fram. En síðan brast á stöðnunarskeið. Umsjónarmaðurinn skiptir Morgunstundinni í tvo hluta. Í fyrri hlutanum eru leikin gömul dægurlög, kórlög, eitthvað af einsöngslögum og stemmur af silfurplötum Iðunnar. Umsjónarmaðurinn virðist hafa ákveðið að moða úr ákveðnum plötubunka og fer sárasjaldan út fyrir hann. Þannig fá hlustendur sjaldan eða aldrei að heyra eitthvað nýtt og nútíminn virðist víðs fjærri.
Hið sama á við um seinni hluta þáttarins. Þar er eingöngu leikin öldruð, erlend dægurtónlist aldrei nýtt efni, heldur moðað úr ákveðnum plötubunka sem sjaldan er endurnýjaður.
Víðsjá hefur einnig orðið fyrir barðinu á vissri vanþekkingu í útvarpsmennsku. Nú hafa umsjónarmenn tekið upp á að hljóðskreyta sum viðtölin, sem veldur því að athygli hlustenda beinist iðulega frá efni umræðnanna að tónlistinni sem leikin er undir. Ítrekað hefur verið bent á að tónlist, sem leikin er undir viðtölum, valdi heyrnarskertu fólki erfiðleikum.
Þegar Morgunvaktin hóf göngu sína með eftirminnilegum hætti í mars 2003 virtist dagskrárstjórn Ríkisútvarpsins hafa hitt á heppilegt snið sem hentaði fjölmörgum hlustendum. Tónlistin var fjölbreytileg og viðfangsefnin eftir því. En Morgunvaktin fékk ekki að vera í friði og þróast fremur en ýmislegt, sem vel hefur verið gert hjá Ríkisútvarpinu.
Rás eitt hins hugsandi manns, eins og Páll Heiðar Jónsson orðaði það, virðist í algerri tilvistarkreppu þar sem metnaðarleysið ræður ríkjum á of mörgum sviðum. Það er miður, því að hjá ríkisútvarpinu vinnur margt hæfileikaríkt fólk, sem gerir úrvals þætti. Þeir eru þá yfirleitt helgaðir ákveðnum sviðum svo sem bókmenntum og tónlist. En almennir þættir eins og morgunútvarpið og Víðsjá þurfa svo sannarlega andlitslyftingar við.
Flokkur: Fjölmiðlar | 28.11.2011 | 08:52 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.