Batnandi tíð og bættur hagur

Í gær barst sú gleðifrétt um heimsbyggðina að kjararáð hefði ákveðið að hætta við lækkun launa þeirra opinberu starfsmanna, sem heyra undir ráðið og væri ákvörðunin afturvirk. Fengju skjólstæðingar ráðsins hækkur frá 1. október og verður það að teljast nokkur jólaglaðningur í meintu hallæri.

Allir glöddust innilega vegna þessarar ákvörðunar kjararáðs, einkum aldraðir og öryrkjar. Þegar allt hrundi haustið 2008 var ákveðið að hverfa frá þeim kjarabótum sem aldraðir Íslendingar og öryrkjar höfðu fengið, skömmu eftir að ríkisstjórn Geirs H. Haarde tók við völdum sumarið 2007 og hefur ekki verið horfið frá þessum ráðstöfunum. Úr því að hægt verður að hætta við lækkanir hjá opinberum embættismönnum hlýtr senn að líða að því að aldraðir Íslendingar og öryrkjar fái leiðréttingu mála sinna hjá velferðarstjórninni, sem nú er við völd. Geta þeir, sem eru skjólstæðingar ríkisstjórnarinnar, því farið að hlakka til bættra kjara á nýju ári.

Samtök atvinnurekenda hafa þegar fagnað þessum tíðindum og Bandalag háskólamanna hefr lýst því að fleiri eigi að njóta slíkrar góðsemi. Hvorki hefur heyrst hósti né stuna frá samtökum fatlaðra og aldraðra.

Nú hefur iðulega tíðkast að kjaradómur og kjararáð birti úrskurði sína um bætt kjör æðstu embættismanna og annarra, sem hlíta úrskurðum þeirra, á heppilegum tímum, einkum eftir að veist hefur verið að öldruðu fólki og öryrkjum með ráðstöfunum ríkisvaldsins. Undirritaður hefur því iðulega bent á að óskandi væri að kjör öryrkja lytu úrskurði kjaradóms eða kjararáðs. Er sú tillaga því enn og aftur rifjuð upp.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband