Ólyginn sagði tíðindamanni þessarar síðu nú í kvöld, að eiganda Aðalbjarganna, sem gerðar eru út frá Reykjavík, hafi fyrir skömmu borist bréf frá Siglingastofnun þar sem þess var óskað að nöfnum skipanna yrrði breytt, enda séu hvorki Ð né Ö alþjóðlegir stafir. Það fylgdi sögunni að eigandinn hafi brugðist ókvæða við og spurt hvort hið sama ætti við um rússnesk skip. Fátt varð um svör, eftir því sem sagt var.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Mannréttindi, Spaugilegt | 1.2.2012 | 21:54 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er þetta ekki bara í ætt við annað sem er í gangi í stjórnsýslunni. Allt sér íslenskt skal þurrka út og það með hraði.
Í framhaldi að þessu sem þú ert að minnast á þá má geta þess að það verður ekki á boðstólnum morgurnkorn frá General Mills eftir skamma hríð. Allt Cheerios og Puffs keypt inn af Nestle þessa dagana, amerískt morgunkorn sem framleitt er í EU skv. þeirra stöðlum. Það er ekkert verið að bíða með að setja okkur inn í EU, við skulum fara þangað með góðu eða illu.
Sindri Karl Sigurðsson, 2.2.2012 kl. 00:13
Hvað gerir Landhelgisgæslan þá???
Þór, Ægir, Týr...
Nöfn með séríslenskum bókstöfum, kemur þá kanski í veg fyrir að sum gömlu nöfnin verði tekin upp aftur hjá þeim.
Siglingastofnun þarrf að átta sig á því að við erum Íslensk þjóð með okkar stafróf og tungumál. Við eigum ekki að beygja okkur undir eitthvað alræðisvald sem er "yfirþjóðlegt".
Með kveðju
Ólafur Björn Ólafsson, 2.2.2012 kl. 08:35
"Ólyginn sagði mér". Voru þetta ekki yfirleitt upphafsorð Gróu á Leiti?
Egill H Bjarnason (IP-tala skráð) 2.2.2012 kl. 12:11
Áður en allir fara á límingum út af þessu þá held ég að ástæðan sé sú, að nú er verið að taka upp alþjóðlegt, sjálfvirkt staðsetningarkerfi fyrir skip, kallað AIS, sem veitir gríðarlegt öryggi fyrir sjófarendur, því þá er ætíð hægt að sjá hvar hver fleyta er. Þetta kerfi gerir hinsvegar ekki ráð fyrir öðru en enska stafrófinu. Ef farið væri að eltast við allar sérviskur í ritun nafna um allan heim, yrði það til þess að gera þetta kerfi óstarfhæft.
Quinteiras (IP-tala skráð) 2.2.2012 kl. 17:50
Þó mun það vera óþarfi að breyta öllum nöfnum sem hafa séríslenska bókstafi til að hlotnast hinum háu herrum. Það ætti að vera nóg að breyta nöfnunum í tölvukerfum sem eru víst jafngáfuð og mennirnir sem bjuggu þau til.
Kveðja sem fyr
Kaldi
Ólafur Björn Ólafsson, 2.2.2012 kl. 19:19
Hvers vegna segir RÚV ekki frá þessu, svo óábyrgar Gróusögur fari ekki á ógnarhraða með súðum á heimilum landsmanna, sem eru skyldaðir til að horfa og hlusta á "sannleiks"-fréttastofu RÚV?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.2.2012 kl. 21:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.