Pétur blöndal birtir athyglisverðan pistil í Morgunblaðinu í dag. Mætti hann verða þeim til umhugsunar, sem tjá sig í opinberri umræðu, hvort sem um er að ræða athugasemdir við bloggskrif eða greinarhöfunda sjálfa.
Ofbeldi í rökræðu
Pistill
Með fésbók, bloggi og tísti hefur skapast vettvangur fyrir þjóðina að skiptast á skoðunum um menn og málefni. Sumum er meinilla við þessa þróun og finna henni allt til foráttu. En þrátt fyrir að úrtölur séu mjög í tísku um þessar mundir, þá er óhætt að segja að þetta sé af hinu góða - í raun hið besta mál.
Lýðræðið byggist á því að fólk takist á um hugmyndir með rökum og að á þeim grunni séu teknar upplýstar ákvarðanir. Og til þess að umræðan sé upplýst þarf almenningur að taka þátt og tefla fram ólíkum rökum og sjónarmiðum. Margt bendir til að samskiptavefir séu hvetjandi í þeim efnum. En ef umræðan á að vera skilvirk, fara vel fram og þjóna lýðræðislegum tilgangi, þá er nauðsynlegt að fólk virði ákveðnar leikreglur.
Það hefur löngum verið eitt af sviðum rökfræðinnar að skilgreina rökvillur og átta sig á birtingarmynd þeirra í þjóðfélagsumræðunni. Ég var svo lánsamur að fræðast um þau vísindi í heimspekitímum hjá Erlendi Jónssyni, prófessor við Háskóla Íslands, sem lagði meðal annars til grundvallar Spekirök Aristótelesar samhliða því að tína til dæmi úr íslenskum veruleika. Ein rökvillan sem gengur ljósum logum um netheima erpersónurök". Nú virðist alsiða í rökræðum að ráðast að persónu fólks í stað þess að hlusta á rökin sem það teflir fram. Ástæða er til að hafa áhyggjur af þessari tilhneigingu, því slíkt
ofbeldi verkar letjandi á þorra almennings og margir kjósa fyrir vikið að halda sig til hlés.
Vissulega getur verið ástæða til að vega og meta hvaða forsendur fólk hefur til að blanda sér í orðræðuna, hvort það hefur hagsmuna að gæta eða býr yfir nægilegri þekkingu. En, og það er mikilvægt en", röksemdirnar sem það færir fram geta verið fullgildar fyrir því og verðskuldað málefnalegt svar. Ef fólk er útilokað skapast hinsvegar hætta á að umræðan verði óþroskuð, takmörkuð og fordómafull.
Eitt einkenni á þessari brenglun rökræðunnar er hversu oft eru hengd á fólk viðurnefni í því skyni að draga úr trúverðugleikanum. Fólk er líka dregið í dilka eftir stjórnmálaskoðunum, uppruna, fjölskyldu eða kynferði.
Merkilegt nokk, þá er ekki útilokað að sægreifar, kommúnistar, kapítalistar, femínistar, miðaldra karlar, stjórnmálamenn, öfgatrúaðir, öfgavantrúaðir, karlrembur, lattelepjandi listamenn eða útrásarvíkingar geti haft nokkuð til síns máls.
Okkur miðar ekkert áfram með því að dæma fólk úr leik eða grípa til hatursfullrar orðræðu. Þar kastar margur steinum úr glerhúsi. Það hefur til að mynda löngum verið þjóðarsport að býsnast yfir því að umræðan sé óvægin og ómálefnaleg á Alþingi. Það skyldi þó ekki vera að umræðan sé síst skárri á samskiptavefjum? pebl@mbl.is
Pétur Blöndal
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 27.2.2012 | 09:03 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 319698
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.