Er maðkur í mysu Persónuverndar?

Úrskurður Persónuverndar um að lýtalæknum sé óheimilt að afhenda landlækni gögn um brjóstaaðgerðir kvenna, sætir furðu og ýmsir hafa haft á orð að hér sé um tilræði við heilbrigðiskerfi landsins að ræða.

Þótt ekki sé um það deilt að læknim beri að halda trúnað við sjúklinga sína og viðskiptavini, er undarlegt að steinn sé lagður í götu landlæknisembættisins, sem hindrar jafnvel að upplýst verði hið sanna um gallaða brjostapúða hér á landi og hlut eða ábyrgð einstakra lækna. Viðmælandi minn velti því fyrir sér, hvenær iðnaðarmönnum verði bannað að gefa upp hvað gert hafi verið á heimilum landsmanna svo að ekki verði unnt að rekja hugsanleg mistök til þeirra.

Ástæða er til að kanna, hvaða hvatir liggja að baki hjá Persónuvernd. Hvort er hér á ferðinni umhyggja fyrir sjúklingum eða læknum? Eða er hér um tengsl að ræða, sem flokkast undir sérhagsmunagæslu, sem um þessar mundir ber mest á hjá Alþingi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband