Réttlæti annars er ranglæti hins

Í þessu makalausa máli á hendur Geir H. Haarde, sem er nú til lykta leitt, virðist mega ætla að pólitískar skoðanir hafi laumað sér inn í meirihluta dómsins sem minnihluta, ef marka má orð Geirs, því að vafalítið hafa pólitískar skoðanir haft áhrif á minnihlutann úr því að þær laumuðu sér inn í meirihlutann. Það hefur verið siður hér á landi, að menn kvarti iðulega undan Hæstarétti, fari þeir halloka, enda verður að segjast sem er að hann var á árum áður allt að því pólitískur dómstóll Sjálfstæðisflokksins. Komu þar ýmsir andstæðingar flokksins hart niður og skeindust nokkuð. Hins vegar hefur Landsdómur farið mildum höndum um Geir, eins og væntamátti.

Málflutningur Sjálfstæðismanna hefur á undanförnum dögum borið þess nokkur merki að flokkurinn situr ekki við ríkisjötuna í sama mæli og áður. Þannig meinaði Óskar Magnússon, sem keypti Kerið í Grímsnesi fyrir nokkrum árum ásamt félögumsínum, forsætisráðherra Íslands að sýna erlendum gestum þetta skemmtilega náttúruundur. Skýringin var einföld. Hann og félagar hans kærðu sig hvorki um heimsóknir fulltrúa íslenskra né kínverska yfirvalda. Það var orðið. Íslensk yfirvöld eru um þessar mundir ekki í Sjálfstæðisflokknum og því ekki þóknanlegt að sýna þeim neinn sóma og gestum þeirra.


mbl.is Pólitík í málinu að sögn Geirs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband