Kona hverfur - nýtt listaverk í Útvarpsleikhúsinu

Hugurinn fyllist jafnan sælu, þegar stjórnendur Útvarpsleikhússins bera á borð nýtt, íslenskt leikrit, sem telst vera listaverk.

Í dag var fyrsta útvarpsleikrit Sigríðar Jónsdóttur, „Kona hverfur“ flutt á rás eitt. Leikritið fjallar um gamalt leyndarmál, sem flyst á milli kynslóða með óvæntum hætti.

Það vakti athygli að samtölin, sem voru milli tveggja kvenna, voru yfirleitt án víðóms. Hljóðmyndin var hins vegar öðru hverju í víðómi. Á einum stað í verkinu örlaði á því að hljóðmyndin yrði ofhlaðin, en þá þurfti hlustandinn að greina á milli þriggja radda. Tvær voru í miðjunni, en sú þriðja á vinstri rás.

Þegar upp var staðið frá því að hlusta á flutninginn, varð undirrituðum ljóst að þarna hafði orðið til lítið og áhrifamikið listaverk, sem telja verður á meðal hins besta sem íslenskt útvarpsleikhús hefur skapað á þessari öld. Eru höfundi og aðstandendum verksins fluttar einlægar hamingjuóskir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband