Er frjálsræðið fólgið í að lítilsvirða viðmælendur?

Vant er að sjá hvað Stöð tvö ætlaði sér með sjónvarpskappræðum frambjóðenda til embættis forseta Íslands. Þegar ákveðið var að hætta við að ræða eingöngu við þá frambjóðendur, sem virðast efstir samkvæmt skoðanakönnunum, var farin enn verri leið. Frambjóðendum var raðað samkvæmt meintum gæðum að áliti Stöðvar tvö. Flokkarnir voru tveir: Ari Trausti, Herdís, Andrea og Hannes (röðin er tilviljanakenndur útdráttur undirritaðs) í ruslflokki og Þóra og Ólafur í gæðaflokki.

Þðð r áhyggjuefni að jafn lýðræðiselskandi fólkr og Ólafur Ragnar Grímsson, forsetaframbjóðandi, Hannes Bjarnason, forsetaframbjóðandi, Þóra Arnórsdóttir, forsetaframbjóðandi og Herdís Þorgeirsdóttr, forsetaframbjóðadi, skyldu ekki styðja óskir Ara Trausta og Andreu, forsetaframbjóðenda. Fyrir vikið má ætla að nokkur breyting verði á fylgi frambjóðendana. Var það ef til vill ætlun starfsmanna Stöðvar tvö?

Það er svo margt sem bendir til afleitrar fjölmiðlunar um þessar mundir hér á landi. Stöð tvö sýndi og sannaði, svo að vart verður um villst í gærkvöld, að hluti starfsmanna og yfirstjórnar fjölmiðilsins er ekki þeim vanda vaxinn að stunda hlutlæga blaðamennsku. Það var hægur vandi að bregðast við óskum frambjóðendanna tveggja með sáraeinfaldri aðgerð. Jafnvel 6 ára gömul börn hefðu leyst vandann með þulunni "Ugla sat á kvisti" og öðrum viðlíka einföldum aðferðum. En þetta er sjálfsagt svo flókið, að blaðamenn, sem ímynda sér að flókin umræða skili mestum árangri og beri vitni um djúpstæða þekkingu blaðamannsins, þekkja ekki svo einfalda lausn sem að draga menn í dilka, þar sem ekki verður fyrirséð, hvar hver einstaklingur lendir. Stöð tvö hefur sannarlega fallið í áliti svo að eftir verður tekið.


mbl.is Hvað mun Stöð 2 gera?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband