Eins og undanfarin sumur stendur nú yfir orgelsumar í Hallgrímskirkju. Að þessu sinni markast það af því að safnað er fé til viðgerða og endurbóta á hinu mikla clais-orgeli kirkjunnar, en 20 ár eru liðin frá því að hljóðfærið var tekið í notkun. Auk nauðsynlegs viðhalds verður að sögn Harðar Áskelssonar endurnýjaður ýmis hugbúnaður hljóðfærisins, en það liggur í hlutarins eðli að hugbúnað þarf að endurnýja eftir því sem tækninni fleygir fram. Nú verður m.a. hægt að varðveita stillingar orgbleikara á USB-kubbum og jafnvel verður hægt að hljóðrita leik þeirra.
Hörður Áskelsson og Inga Rós Ingólfsdóttir léku á orgel og selló
Okkur hjónunum hefur gefist tækifæri til að hlusta á nokkra þeirra frábæru listamanna sem komið hafa fram í sumar. Eru tónleikar þeirra hjóna, Harðar Áskelssonar og Ingu Rósar Ingólfsdóttur, sem haldnir voru 17. júní síðastliðinn, ógleymanlegir. Þau léku verk eftir Saint-Saëns og Rachmaninoff auk verka eftir Höller, Jón Leifs, Jón Hlöðver Áskelsson og Kjell Mörk Karlsen. Þrátt fyrir hinn gríðarlega stærðarmun á sellói og orgelinu gat Hörður hamið hljóðfæri sitt svo að hvort þeirra naut sín til fulls. Samleikur þeirra hjóna var eins og gott hjónaband, samvinna og virðing í fyrirrúmi. Inga rós hefur áferðarfagran tón og naut þetta pínulitla selló", eins og Hörður orðaði það í samtali við höfund þessarar færslu, sín til hins ítrasta.
Komið aftan að áheyrendum
Í dag voru enn haldnir tónleikar í Hallgrímskirkju, þar sem leiddu saman list sína strengjaleikari og orgaleikari. Þau Eyþór Ingi Jónsson og Lára Sóley Jóhannsdóttir, fiðluleikari, léku verk eftir Svendsen,
Prokofiev, Barber, Lindberg og íslensku tónskáldin Magnús Blöndal Jóhannsson, Sveinbjörn Sveinbjörnsson og Oliver Kentish auk þess sem Eyþór Ingi og Lára Sóley
léku af fingrum fram.
Í raun hófu þau tónleikana með því að koma aftan að áheyrendum. Hófust þau handa við hið minna orgel kirkjunnar, sem er skammt frá altarinu og léku tilbrigði við lag Inga T. Lárussonar, Ég bið að heilsa", eins og það er oftast nefnt. Samleikurinn var hægur og flæddi um alla kirkjuna. Þegar honum lauk var lokatóni orgelsins haldið þar til þau Eyþór Ingi og Lára Sóley hófust handa við stórhljóðfærið og varð úr þessu ein unaðsheild.
Lára Sóley hefur fallegan tón. Þótt stundum örlaði á því að hún hefði vart í fullu tré við meðleikara sinn verður að segja sem var, að samleikur þeirra var einstæður, túlkunin nærfærin og einatt blíð, þegar við átti.
Þessir tónleikar eu einungis teknir hér sem dæmi um hið ágæta efnisval og úrval listamanna, sem komið hefur fram í sumar. Enn er þessari tónlistarveislu ekki lokið og margt í boði.
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkur: Menning og listir | 29.7.2012 | 20:56 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 319774
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.