Það hefur verið til siðs að skemmta sér á kostnað þeirra sem bera ýmis sérkenni. Má þar nefna útlit, mállýti og ýmiss konar fötlun. Einhverju sinni var á það bent að slíkt gaman gæti orðið til þess að festa ákveðnar staðalímyndir í sessi. Flestir, sem fyrir þessu verða, geta borið hönd fyrir höfuð sér, enda er yfirleitt um græskulaust gaman að ræða.
Aðstandendur þroskahefts fólks og starfsfólk, sem hefur unnið með því, hafa undanfarna áratugi hrakist frá einu orði til annars þar sem menn hafa viljað forðast lítilsvirðandi notkun. Áður fyrr var fólk vangefið, en það varð að skammaryrði. Síðan fann fagfólkið upp orðið "Þroskaheftur", en nú er það orðið niðurlægjandi lýsingarorð og því var til þess gripið að tala um fólk með þroskahömlun.
Ekkert af þessu hrífur og eiga þar fjölmiðlar nokkra sök. Ríkissjónvarpið hefur gengið á undan með slæmu fordæmi og klifar á þessu niðurlægjandi lýsingarorði, þroskaheftur, sem var ætlað að lýsa tiltekinni fötlun, en umsjónarmenn áramótaskaupsins eru ekki þroskaðri en svo að þeir kjósa að velja það tilteknum persónum skaupsins til háðungar.
Þroskaheft fólk hefur sýnt og sannað að það lætur ekki fötlun sína aftra sér frá því að njóta lífsins og mikið hefur áunnist við að rétta hlut þess. Því hlýtur útvarpsstjóri að taka sér tak og leiðrétta slíka lítilsvirðingu sem ár eftir ár glymur í eyrum sjónvarpsnotenda.
Þótt sumt hafi verið fyndið í skaupinu í gær er niðurstaða pistilshöfundar sú, að aðstandendur skaupsins eigi að skammast sín og biðja afsökunar á þeirri lítilsvirðingu sem skein út úr þankagangi þeirra.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 1.1.2013 | 19:43 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
þetta skaup var hörmung- algjörlega úr takt við raubveruleikann- gæti þess vegna verið afsprengi Ríkisstjórnarinnar !
Erla Magna Alexandersdóttir, 1.1.2013 kl. 20:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.