Nú hyllir undir lok þessa kjörtímabils og tímamótastjórnin, sem margir bundu miklar vonir við, hverfur brátt af vettvangi. Þótt hún hafi valdið flestum landsmönnum miklum vonbrigðum verður því ekki á móti mælt að hún hefur áorkað ýmsu sem óþarft er að rifja upp. Annað hefur setið á hakanum og má rekja það m.a. til þeirrar umræðuhefðar, sem skapast hefur á Alþingi Íslendinga, sem er orðið sannkallað þrætuþing.
FLUMBRUSTJÓRNMÁL
Í vongleðinni var rokið til og boðaður þjóðfundur. Síðan var efnt til kosninga um stjórnlagaþing sem skyldu fengnir þrír eða fjórir mánuðir til að semja nýja stjórnarskrá. Kosningin var dæmd ólögmæt og var því stjórnlagaráð skipað í staðinn. Engum datt í hug að því tækist að semja heilsteypta stjórnarskrá á þeim skamma tíma sem því var ætlað.
Þótt margt í tillögum ráðsins væri allrar athygli vert var annað sem stóðst ekki. Texti frumvarpsins er á köflum ruglingslegur og ómarkviss og jafnvel má finna í honum mótsagnir. Enginn áhugi virtist á að lagfæra frumvarpið strax í upphafi og var það í raun látið dankast í meðförum þingsins.
OFBELDISSTJORNMÁL
Það fór eins og fyrri daginn að stjórnarandstaðan neytti allra bragða til að hindra framgang mála, sem hún taldi sér óhagstæð. Þannig lögðust framsóknar- og sjálfstæðismenn á kvótafrumvarpið og nú síðast stjórnarskrárfrumvarpið, sem er í raun orðið handónýtt og verður ekki afgreitt á þessu þingi. Formenn þriggja flokka reyndu að bera fram tillögu um aðferð, sem duga mætti til þess að fleyta stjórnarskrárbreytingum fram á næsta kjörtímabil. Það jók enn á glundroðann og var í raun andvana fætt eins og tilraunir þeirra Jóns Sigurðssonar og Halldórs Ásgrímssonar til þess að koma á síðustu stundu fram með breytingartillögur á stjórnarskránni fyrir kosningar árið 2007.
Á undanförnum áratugum hefur hvað eftir annað gerst að stjórnarandstaðan hafi haldið þinginu í gíslingu með málþófi sem hefur ekkert með lýðræði að gera. Oftast er þar um þrætubókarlist af verstu gerð að ræða. Má þar nefna fólk eins og Sverri Hermannsson, Jóhönnu Sigurðardóttur og Bjarna Benediktsson og eru þá fáir einir nefndir. Þar hefur lýðræðisástin ekki ráðið ríkjum, heldur hefur tilgangurinn helgað meðalið.
BBREYTINGA Á ÞINGSKÖPUM ER ÞÖRF
Nokkrar tilraunir hafa verið gerðar á undanförnum árum til að breyta því ástandi, sem ríkt hefur á Alþingi Íslendinga, einkum þegar þinglausnir nálgast. Þær hafa þó ekki dugað til að hindra endalausar umræður á þinginu, sem tefja mál meira en góðu hófi gegnir.
Alþingi gæti margt lært af fundarsköpum þeim sem tíðkuð eru á meðal þróaðra félaga, sem starfa í landinu. Þar er slík þrætubókalist, sem Alþingismenn iðka, ekki leyfð.
Þá hafa verið kynntar fyrir Alþingismönnum aðferðir, sem eiga að duga til þess að stuðla að málefnalegri umræðu. Forysta þingsins hefur engan gaum gefið að þeim og óbreyttir þingmenn þora ekki að ráðast í neinar breytingar, jafnvel ekki þingmenn Hreyfingarinnar.
Ofbeldið, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur sýnt að undanförnu, sýnir því miður að hann er enn sérhagsmunagæsluflokkur fámenns hóps sem ætlar sér ekki að láta af hendi það, sem þróaðist á 9. Áratugnum og hefur gjörsamlega gengið sér til húðar. Áður hefur verið minnst á það á þessum síðum, að Einar Már Jónsson, sagnfræðingur, greindi skemmtilega frá því í bók sinni „Bréf til Maríu“ hvernig íhaldsmenn hafa ævinlega barist á hæl og hnakka gegn öllum breytingum. Þannig er þetta, þannig hefur þetta verið og verður sjálfsagt áfram. En fyrr eða síðar lætur eitthvað undan og íhaldið bíður ósigur.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú hengt raufarstein um háls sér sem eru úrelt sérhagsmunagæsluviðhorf, innihaldslaus kosningaloforð og fortíðin, sem flokkurinn dröslast ennþá með í eftirdragi. Þeir, sem muna valdatíð flokksins árin 1991-2007 hljóta að hugsa sig um tvisvar, áður en haldið verður inn í kjörklefann og merkt við listabókstaf, þrátt fyrir loforð um fyrirgreiðslu til handa heimilunum í landinu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 19.3.2013 | 21:50 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.