Sum vefrit Atvinnumálaráđuneytisins óađgengileg - brot á opinberri ađgengisstefnu

Stöđugt fjölgar ţeim bókum sem eru ađgengilegar sem rafbćkur. Sum ritverk eru ađgengileg sem pdf-skjöl en önnur sem rafbćkur á EPUB-eđa MOBI-sniđi.
Ég hef ađ undanförnu kynnt mér ýmislegt sem snertir sögu sjávarútvegsins. Fagnađi ég ţví ađ sjá ađ hiđ ágćta verk Jóns Ţ. Ţórs, saga sjávarútvegsins, vćri nú heimil öllum til niđurhals. Ekki var ţó allt sem sýndist í fyrstu, samanber bréf mitt til Atvinnumálaráđuneytisins, sem hér birtist.
Greinilegt er ađ frágangur ţessa ţriggja binda verks er ekki í neinu samrćmi viđ ađgengisstefnu stjórnvalda. Viđleitnin var góđ, en betur má ef duga skal.

BRÉFIĐ TIL RÁĐUNEYTISINS

Heiđrađi viđtakandi.

Í upphafi skal tekiđ fram ađ ég nota skjálesara međ talgervli og blindraletri.

Vefsíđa Atvinnu- og nýsköpunarráđuneytisins er allvel ađgengileg. Ţar sem ég hef veriđ ađ kynna mér ýmislegt sem snertir sögu sjávarútvegs á Íslandi fagnađi ég ţví ađ sjá ađ Saga sjávarútvegsins eftir Jón Ţ. Ţór vćri nú ađgengileg á vefnum. Halađi ég ţví niđur öllum bindunum á pdf-sniđi. Eftirfarandi kom í ljós:

1. Talsvert vantar á ađ fyrstu tvö bindin séu sómasamlega unnin. Til dćmis skilar bókstafurinn đ sér sjaldan. Ţađ má ţó notast viđ eintakiđ. Ţá hefur engin tilraun veriđ gerđ til ađ setja krćkjur í efnisyfirlit svo ađ erfitt er ađ fletta í skjölunum.

2. Ţriđja bindiđ er algerlega óađgengilegt ţeim sem nota skjálesara fyrir blindraletur eđa talgervil. Ţađ virđist hafa veriđ gengiđ frá síđunum sem hreinum myndum og ţví geta skjálesarar ekki nýst viđ lesturinn.

Ég fer ţess vinsamlegast á leit viđ hćstvirt ráđuneyti ađ ráđin verđi bót á ţessu međ 3. bindiđ. Síđan ţarf ráđuneytiđ ađ láta lagfćra 1. og 2. bindi verksins svo ađ ţaađ verđi sćmilega ađgengilegt ţeim sem hyggjast nýta sér verkiđ til útgáfu.

Ég hef rćtt ţessi mál viđ höfundinn og veldur ţađ honum vonbrigđum hversu stađiđ hefur veriđ ađ frágangi ţess á vefnum.

Virđingarfyllst,

Arnţór Helgason

---

Arnţór Helgason, vináttusendiherra,

Tjarnarbóli 14,

170 Seltjarnarnesi.

Sími: 5611703

Farsími: 8973766

Netföng: arnthor.helgason@simnet.is

arnthor.helgason@gmail.com

http://arnthorhelgason.blog.is

http://hljodblog.is


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband