Blindraletur á kjörstað nær ólæsilegt

Einhverjum kann að þykja þessi pistill orka tvímælis, en hér er þó um umsögn um hjálpartæki að ræða sem kostaði ótrúlega baráttu fyrir rúmum þremur áratugum að fá í gegn.
Þegar ég kom á kjörstað í morgun fékk ég langan kjörseðil sem stungið var í aflangt spjald, enda voru fjölmargir flokkar í boði.
Í kjörklefanum varð mér ljóst að blindraletrið á spjaldinu var svo dauft að ég átti erfitt með að greina það. Þurfti ég að vanda mig til þess að geta kosið samkvæmt sannfæringu minni. Spurði ég eiginkonu mína á eftir hvort A-listinn hefði ekki verið sýnilegur, því að fyrsti stafurinn, sem ég nam, var B.
Þetta minnti mig á blindraletrið á umslagi plötunnar Í bróðerni, en Steevy Wonder var með jafndauft letur á einni af plötum sínum. Prentararnir hjá Kassagerðinni töldu ekki hægt að hafa það skýrara nema með nokkrum tilkostnaði.
Bróðernisplatan var ekki kosningagagn og því ekki tæknilegt hjálpartæki blindra eins og spjöldin. Hér er eins og enginn vanur blindraleturslesandi hafi vélað um framkvæmd þessa máls. Hvað er á seiði? Hvers eiga blindraletursnotendur að gjalda?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband