Leiðsögnin í strætó og smáforritið

Fyrir tæpum þremur árum var leiðsagnarkerfið tekið í notkun hjá Strætó. Gerð var úttekt á því eftir áramótin og fék talandi leiðsögnin falleinkunn. Ég ferðast talsvert með strætisvögnum og verð þess varla var að neitt hafi breyst til batnaðar.

Ég leit áðan á smáforrit sem Strætó dreifir og gerir fólki kleift að skoða í snjallsímum staðsetningu vagnanna. Það er óaðgengilegt. Lítill vandi hefði verið að koma fyrir aðgengislausn handa blindum eða sjónskertum farþegum. Hefði hún getað falist í því að tilgreina hvar vagninn væri staddur þegar stutt er á númer vagnsins. Mér sýnist að þá séu gefnir upp nokkrir möguleikar. Hefði t.d. verið hægt að samtengja lesturinn staðsetningarbúnaði símans sem fyrirspurnin barst úr. Það er áríðandi að hönnuðir smáforrita, sem ætluð eru til nota í spjaldtölvum og farsímum gleymi ekki aðgenginu. Það verður sífellt þýðingarmeira eftir því sem notkun spjaldtölva og snjallsíma eykst. Eigi blind og sjónskert börn að geta haldið í við sjáandi félaga sína verða hönnuðir að sjá til þess að sem flest smáforritin verði aðgengileg.

Fer ekki að verða tímabært að efna til aðgengisupplýsingaráðstefnu? Það eru 10 ár síðan sú síðasta var haldin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband