Ágrip sögu Skaftfellings VE 333 á rafbók

Árið 2002 gáfum við Sigtryggur bróðir út bækling með ágripi af sögu Skaftfellings VE 333, en hann var í eigu fjölskyldunnar í rúma fimm áratugi. Voru safninu að Skógum afhent 1.000 eintök bæklingsins. Víða var leitað fanga. Samgöngusaga Austur-Skaftafellssýslu eftir Pál Þorsteinsson var drjúg heimild, svo og Verslunarsaga Skaftfellinga eftir Kjartan Ólafsson og útvarpsþættir, sem Gísli Helgason gerði.

Nú verður bæklingurinn senn gefinn út sem rafbók. Rafbókin, sem er á EPUB-sniði, er í raun tilbúin til dreifingar og verður dreift endurgjaldslaust á netinu. Í henni er ágrip sögu skipsins á þýsku og ensku. Þeir, sem hafa hug á að skoða bæklinginn, geta snúið sér til undirritaðs, annaðhvort símleiðis eða með því að senda póst á arnthor.helgason@gmail.com


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband