Leiđsögnin í Android-snjallsímum

Međfylgjandi pistil birti ég á Fasbókinni í gćrkvöld.

Í dag fór ég villur vegar og er ástćđulítiđ ađ hrósa sér af ţví. Ég hugđist koma mér heim úr Reykjavíkurakademíunni og nota gönguleiđsögnina í símanum. Hún vísađi mér á Álagranda, en hann liggur ađ hluta samsíđa göngustíg sem liggur ađ Keilugranda, en ţađan er haldiđ inn í Frostaskjól. Eitthvađ fór úrskeiđis hjá mér og rammvilltist ég. Ég kannađi öđru hverju hvar ég vćri og fékk upp götuheitiđ. Ađ lokum vék sér ađ mér kona nokkur og ráđlagđi mér ađ fara út á Meistaravelli. Eftir nokkrar leiđbeiningar og allnokkra villu rambaađi ég á götuna og fann strćtisvagnaskýli viđ Fliđrugranda. Af einhverjum undarlegum ástćđum var mikil umferđ mér á hćgri hönd og velti ég fyrir mér hvort svona mikil umferđ vćri eftir Kaplaskjólsveginum. Ţá kom strćtisvagn og taldi ég ađ ţađ vćri leiđ 15. Hann stansađi hinum megin viđ götuna og beiđ ég dálitla stund. Ţá kom ţađ sem ég taldi vera leiđ 13 og spurđi ég til öryggis hvort ekki vćri um leiđ 13 ađ rćđa. Ţetta var ţá leiđ 15 og leiđ 13 ţá nýfarin vestur á Nes. Áttađi ég mig ţá á heimsku minni og hefđi betur hugsađ mig nánar um, ţví ađ umferđin, sem ég heyrđi í fjarska var auđvitađ frá Hringbrautinni. Niđurstađan er ţessi eftir ćvintýri dagsins: 1. Sennilega er rétt ađ útvega sér áttavita í tćkiđ, en slíkur áttaviti er á Android-markađinum. 2. Stađsetningarbúnađur farsímanna mćtti vera nákvćmari og tilgreina húsnúmer og götuheiti. Reyndar er gert ráđ fyrir ţví í búnađinum, en skráningu virđist ábótavant eđa rangur gagnagrunnur notađur. 3. Rökhugsunin ţarf ađ vera í lagi. Ţađ er svo sem ekkert óeđlilegt ađ blindur einstaklingur verđi áttavilltur úr ţví ađ sjáandi fólk villist í litlu skyggni. Eftir á ađ hyggja hefđi akstursleiđsögnin dugađ ađ sumu leyti betur, ţví ađ hún tilgreinir fjarlćgđ frá áfangastađ. Ég hugđist hins vega láta á ţađ reyna hvort göngustígurinn, sem minnst var á hér ađ framan, vćri skráđur. Ţađ verđur gert innan skamms. Veđriđ var hins vegar hlýtt og gott ađ vita af ţví ađ ţrátt fyrir aldurinn hafi ég enn gaman af ađ spreyta mig á tilraunum međ nýja tćkni.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband