Í kvöld nutum við hjónin þess að hlusta á söngkonurnar
Hallveigu Rúnarsdóttur og Sigríði Ósk Kristjánsdóttur flytja ýmsar söngperlur
íslenskra tónmenntar í Kaldalóni Hörpu. Með þeim lék Hrönn Þráinsdóttir á
flygil og reyndist einnig góður liðsmaður í þríraddaðri útsetningu Jóns
Ásgeirssonar í síðasta erindi vögguvísunnar, Sofðu unga ástin mín. Á dagskrá
voru auk þess lög eftir Atla Heimi Sveinsson, Tryggva M. Baldvinsson, Sigvalda
Kaldalóns, Emil Thoroddsen, Karl Ó. Runólfsson og Jórunni Viðar auk stórkarlalegrar
útsetningar Jóns Leifs á laginu Ísland farsældarfrón.
Flutningur þessara þriggja kvenna var jöfnum höndum -
fágaður, fagur og skemmtilegur. Þær hrifu áheyrendur með sér. Skýringarnar, sem
voru ætlaðar erlendum áheyrendum. Voru vel samdar og juku áhrif lags og ljóðs.
Bjarni Thor Kristinsson, hinn mikilhæfi bassasöngvari, hefur
staðið fyrir tónleikahaldi handa ferðamönnum í Hörpu undanfarin sumur og er svo
víðsýnn, að hann fær með sér aðra söngvara og veitir þeim tækifæri til að tjá
list sína. Þegar við hugðumst þakka honum fyrir var hann horfinn af vettvangi.
Þessi kvöldstund verður ógleymanleg. Eindregið er mælt með
því að Íslendingar bendi erlendum kunningjum og vinum á fjársjóð íslenskra
sönglaga og njóti sjálfir hins fágaða flutnings. Ekki spillir að brugðið er upp
myndum og hljóðritum. Sem dæmi má nefna að þær stöllur fluttu bæði lag Jóns
Ásgeirssonar við Maístjörnu Halldórs Laxness og finnska tangóinn, sem ljóðið
var upphaflega samið við. Síðasta erindið söng Halldór sjálfur við undirleik
Hrannar, hló síðan og sagði að sennilega hefði maður nú ekki verið lengi að
yrkja þetta.
Söngdagskráin er breytileg frá einu kvöldi til annars og er
því víst að enn verður haldið í Hörpu við tækifæri að njóta íslenskra
söngperlna.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Menning og listir, Tónlist | 11.7.2013 | 23:20 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.