Bíðviðrisbrúðkaup í Hafnarfirði

Hamingjustund í Fríkirkjunni í HafnarfirðiVið Elín erum nýkomin úr dýrðlegum brúðkaupsfagnaði heiðurshjónanna doktor frú Svövu Pétursdóttur og Gunnars Halldórs Gunnarssonar, framkvæmdastjóra og stýrimanns. Þar var fjöldi manns í blíðviðri sem best getur orðið í Hafnarfirði. Að gömlum sið var þeim hjónum flutt lítið brúðarvers undir laginu Austrið er rautt. Þar sem föðurbróðir brúðarinnar, Jón Skaptason, var viðstaddur, hneigðist ljóðskáldið til að hafa ljóðið í hefðbundnu fari:

Austrið er rautt,
upp rennur sól.
Austur í Kína fæddist Mao Tsetung.
Ykkur sendum við hjónum hól,
því með sanni þið ákváðuð
að sameinast í dag.

Myndina tók Elín í Fríkirkjunni í Hafnarfirði, en þangað leiddi brúðgaumi gesti í ratleik úr garðveislunni, "veislunni okkar".
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband