Skáldhneigður snjallsími

Íslenski talgreinirinn frá Google hefur vakið athygli og hrifningu margra. Notendur snjallsíma hafa áttað sig á því hvað þetta er handhægt tæki þegar leitað er á vefnum.
Þegar talgreinirinn er fenginn til að lesa samfelldan texta vandast málið. Þá fer hann að semja sjálfur og útkoman er ekki mjög greindarleg.
Í kvöld las ég greinilega eftirfarandi texta:

Elsku Elín. Þetta er tilraun til að skrifa þér bréf með því að sjá hvort hægt sé að tala við símann.
Síminn og talgreinirinn ákváðu að hafa þetta þannig:

"Elsku elín þetta er tilraun til að skrifa þér bréf með því að sjónvarpi símans vona að ég veit þetta hjá mér finnið elskandi eiginmaður af sjúkdómur a"

Þetta lofar samt góðu. Greinilegt er þó að talsvert starf er eftir áður en áhaldið verður nothæft sem skriftartól. Vafalítið verður nú lögð vinna í að fullkomna þennan hugbúnað svo að hann nýtist sem flestum. Ýmsir í hópi fatlaðra bíða þess með eftirvæntingu að geta notað tölvur fyrir tilstilli talgreinis. Slíkur búnaður hefur verið til fyrir tungur fjölmennra þjóða í rúm 40 ár og þar hafa menn náð býsna langt.
Aðstandendum talgreinisins eru færðar einlægar hamingjuóskir með þann árangur sem náðst hefur á undraskömmum tíma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband