Sýningu Möguleikhússins á einleiknum Eldklerkinum hefur
nokkuð borið á góma að undanförnu á síðum dagblaðanna tveggja auk netheima.
Undrun margra vakti leikdómur Hlínar Agnarsdóttur sem fór ómildum orðum um
sitthvað í sýningunni.
Suðursalur Hallgrímskirkju var fullsetinn á sýningu
Möguleikhússins sunnudaginn 17. Þessa mánaðar. Pétur Eggerz var alla tíð einn á
sviðinu. Leikmyndin var einföld og menn urðu að láta ímyndunaraflið um að skoða
sitthvað sem gerðist á sviðinu. Dauf hljóðmynd studdi sum atriðin og leikræn
tjáning leikarans, sem ef til vill er ekki lengur á léttasta skeiði", skilaði
áhorfendum ýmsu sem sagan bjó yfir.
Undirrituðum þótti saga Jóns Steingrímssonar einkar vel
sögð. Jafnvægið var gott á milli tímabila frásagnarinnar, en einleiknum má
skipta í fjögur tímaskeið: Árin fram að 1755, búskaparár Jóns í Mýrdalnum,
búsetuna að Prestbakka og eldinn og að lokum afleiðingar eldsumbrotanna. Fáu
var ofaukið og enn færra skorti til þess að sýningin yrði heilsteypt, enda var
greinilegt að Pétur lagði alla sína orku og anda í leikinn, sem er heilsteypt
listaverk.
Framsögnin var yfirleitt prýðileg. Þó hefði mátt betur
hyggja að flutningi þeirra kvæðabrota, sem farið var með á sviðinu. Leikurum
hættir um of til að flytja kvæði eins og samtal og skortir þá talsvert á
hrynjandi kveðskaparins. En þetta eru smávægileg lýti sem auðvelt er að laga.
Pétri er óskað til hamingju með þennan leiksigur. Hann er nú
með þann þroska reynds leikara að honum lætur vel að túlka ýmis aldurskeið,
enda fór honum það vel úr hendi. Því verður hiklaust haldið fram að
eldklerkurin sé með bestu einleikjum, sem sést hafa á sviði hér á landi að
undanförnu.
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | 18.11.2013 | 21:30 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 319697
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.