Aðgengileg blöð og tímarit í snjallsímum og spjaldtölvum

Morgunblaðið er aðgengilegt á vefvarpi Blindrafélagsins eitt íslenskra dagblaða, enda hefur Mogginn verði í forystu íslenskra fjölmiðla í aðgengismálum.
Einatt hefur komið til umræðu að önnur blöð væru aðgengileg. Fyrir nokkrum mánuðum var aðgengi smáforrita fyrir Fréttablaðið og Morgunblaðið athugað og reyndust blöðin ekki aðgengileg til lestrar með talgervli.
Í gær tók ég til í farsímanum og ákvað þá að skoða eintak Morgunblaðsins, sem var á símanum frá því í sumar. Þá kom í ljós að blaðið var vel læsileg í Adobe reader og það sem meira var, að fyrirsagnir voru ágætlega skilgreindar. Að óathuguðu máli ættu því Fréttablaðið, Morgunblaðið, Kjarninn, Fréttatímin og e.t.v. fleir blöð og tímarit að vera aðgengileg á Android-símum og spjaldtölvum. Gallinn er hins vegar sá að smáforritin, sem notuð eru til lestrar, gera ekki ráð fyrir slíku. Hugsanlega er hægt að fara í kringum þetta með því að nota forrit eins og Moonreader, en það ersérstaklega hannað forrit sem gerir blindu fólki kleift að lesa pdf-skjöl. Þetta verður eitt af næstu málum, sem aðkallandi er að kanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband