Sćmd - heilsteypt listaverk

Benedikt Gröndal Sveinbjarnarson hefur veriđ mér hugstćđur síđan Lárus Pálsson las söguna af Heljarslóđarorrustu í útvarp áriđ 1965 eđa 66 og af frásögnum föđur míns úr Dćgradvöl, sjálfsćvisögu Benedikts. Um ţessar mundir er Heljarslóđarorrusta í farsímanum og glugga ég ćvinlega í hana ţegar mig langar ađ skemmta mér.

Í haust las ég Dćgradvöl, en Skólavefurinn hefur gefiđ hana út sem rafbók og síđan kom Sćmd Guđmundar Andra Thorssonar.

Í Dćgradvöl gerir Benedikt upp líf sitt og horfist í augu viđ sjálfan sig, kosti sína og galla. Hann gerir m.a. stuttlega grein fyrir söguefni ţví sem Guđmundur Andri fjallar um í Sćmd. Benedikt virđist álíta sig hafa goldiđ föđur síns, en Vilhjálmur Ţ. Gíslason sagđi okkur Ţorvaldi Friđrikssyni eftir Steingrími Thorsteinssyni, ađ Sveinbjörn hefđi ekki haft embćttismannastéttina í Reykjavík međ sér, ţegar "pereatiđ" reiđ yfir. Ţví fór sem fór. Er ţađ međal annars rakiđ til samskipta tengdaföđur hans viđ Jörund hundadagakonung. Um ţetta fjallar Benedikt á sinn sérstćđa hátt í Dćgradvöl.

Guđmundur Andri hefur skapađ ódauđlegt listaverk međ Sćmd. Ţótt ćvinlega megi eitthvađ ađ öllu finna er bókin í heild sinni forkunnar vel skrifuđ, persónusköpunin heilsteypt og atburđarásin samfelld. Ţví er full ástćđa til ađ óska Guđmundi Andra hjartanlega til hamingju međ ţćr viđtökur sem bókin hefur fengiđ og ţann heiđur sem honum hefur veriđ sýndur.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband