Á efnisskrá Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld var verkið Glaðsheimr eftir Oliver Kentish, einkar áheyrilegt og glaðvært hátíðarverk, samið árið 2010 Hörpu til heiðurs. Verkið var með íslensku ívafi og vel heppnað. Oliver Kentish eru færðar einlægar hamingjuóskir með vel heppnaða tónsmíð.
Útsendingin á netinu er hins vegar afleit hjá Ríkisútvarpinu og skilar alls ekki þeim hljómgæðum sem til er ætlast.
Öllu verri var þó hroðvirknisleg kynning verksins á vefsíðu Sinfóníuhljómsveitar Íslands:
Kynning á heimasíðu Sinfóníuhljómsveitarinnar
Í Gylfaginningu er sagt frá Glaðsheimr sem var samkomuhöll á Iðravöllum í Ásgarði og mun þar gleði jafnan hafa ríkt. Konsertforleikurinn Glaðsheimr eftir Oliver Kentish vísar í þessa frásögn en eiginleg tilurð verksins er þó nýja tónlistarhúsið okkar, Harpa. Verkið er samið með Sinfóníuhljómsveit Íslands og frábæran hljómburð Eldborgar í huga og bera blæbrigðarík skrif tónskáldsins þess glöggt merki.
Strikað er undir tvær villur.
Orðið Glaðsheimr er ekki í þágufalli og aldrei hef ég heyrt Iðavelli kennda fyrr við magakveisu.
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Menning og listir, Vefurinn | 6.3.2014 | 20:18 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.