Evrópusambandssinnar ættu að glöggva sig á meðfylgjandi grein Jóns Bjarnasonar, Samstaða þings og þjóðar, sem birtist í Morgunblaðinu í dag.
Útfærsla fiskveiðilögsögunnar í 50 sjómílur var samþykkt samhljóða á Alþingi 15. febrúar 1972. Lúðvík Jósepsson, þáverandi sjávarútvegsráðherra, undirritaði síðan reglugerð um 50 mílurnar sem kom til framkvæmda 1. september 1972. Ekki skorti harkaleg viðbrögð Vestur-Þjóðverja og Breta sem hótuðu strax herskipum á Íslandsmiðin og allsherjarviðskiptabanni á íslenskar vörur. Þeir kærðu Ísland til Alþjóðadómstólsins í Haag sem úrskurðaði með fjórtán atkvæðum gegn einu gegn Íslendingum.
Þessum úrskurði mótmælti íslenska ríkisstjórnin harðlega og kvaðst fylgja eftir ákvörðun sinni sem væri fyllilega lögmæt samkvæmt íslenskum lögum. Hverjir hefðu trúað því þá að til væru eftirmenn hans síðar á stóli sjávarútvegsráðherra sem stæðu að umsókn um aðild að Evrópusambandinu sem fæli í sér framsal sama réttar og þá var barist fyrir?
Þá stækkar Ísland
Hinn 31. ágúst 1972 flutti Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra útvarpsávarp til þjóðarinnar. Hann vísaði til einróma samþykktar Alþingis og að baki hennar stendur þjóðin öll.
Útfærsla landhelginnar byggist á þeirri sannfæringu, að réttur okkar til náttúruauðlinda landsgrunnsins sé í eðli sínu sá sami og til landsins sjálfs... og hann lauk ávarpi sínu: Það er stór dagur á morgun. Þá stækkar Ísland. Þess dags mun minnst meðan Íslandssaga er skráð.
Við tók viðskiptabann og þorskastríð með erlendum herskipum og átökum innan lögsögu Íslendinga. Við munum aldrei láta undan ofbeldi í þessu máli. Nú er það sem gildir að þrauka, sagði forsætisráðherrann.
Þá var Snorri Jónsson forseti ASÍ
Þetta var allt fyrir tíma Samfylkingarinnar, Viðskiptaþings, Evrópustofu og Gylfa Arnbjörnssonar hjá ASÍ. Hinsvegar var Snorri Jónsson þá forseti ASÍ sem beitti sér fyrir fjölmennasta útifundi til þess tíma í Reykjavík, hinn 22. maí 1973. Yfir 30 þúsund manns mættu á Lækjartorg og lýstu yfir fullum stuðningi við útfærslu landhelginnar og mótmæltu innrás breska sjóhersins í íslenska fiskveiðilandhelgi. Hver hefði séð núverandi forystu ASÍ beita sér fyrir slíkum fundi? Þess í stað ganga menn þar fremst í flokki sem heimta inngöngu í Evrópusambandið með tilheyrandi framsali á yfirráðum fiskimiðanna til Brüssel. Ég man ekki einu sinni eftir að hryðjuverkalögum Breta á Ísland 2008 hafi verið mótmælt í þeim ranni.
Íslendingar létu ekki deigan síga
Matthías Bjarnason varð sjávarútvegsráðherra í ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar. Matthías var kjarkmaður og fylginn sér. Hinn 15. júlí 1975 skrifaði hann undir reglugerð um að fiskveiðilögsaga Íslendinga skyldi færð út í 200 sjómílur. Algjör þjóðarsamstaða var um útfærsluna. Í ræðu sem Matthías hélt þá segir m.a.: Með gildistöku hinnar nýju reglugerðar er allt hafsvæðið út í 200 sjómílur frá grunnlínu allt í kringum landið lýst lögsögusvæði Íslands. Frá þeim tíma er því öll veiði erlendra skipa innan 200 mílna markanna óheimil samkvæmt íslenskum lögum nema til komi sérstök heimild veitt af íslenskum stjórnvöldum. Og 12. desember 1975 kærðu Íslendingar Breta fyrir Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna ásiglingar breskra skipa á íslensk varðskip innan íslenskrar landhelgi fyrir: svívirðilega yfirtroðslu sjálfstæðis Íslendinga sem stefni friði og öryggi í voða. Á vettvangi Sameinuðu þjóðanna var baráttumál okkar að fiskimið strandríkis skyldu viðurkennd sem hluti auðlinda þess. Að lokum var það samþykkt í Hafréttarsáttmálanum. 200 mílna fiskveiðilögsaga strandríkis var síðan viðurkennd á alþjóðavettvangi.
Lífbelti þjóðarinnar
Varðveitum lífbeltin tvö, sagði Kristján Eldjárn forseti í nýársávarpi 1972, gróðurinn til landsins og fiskimiðin fyrir ströndinni. Það kostaði blóð, svita og tár að ná fullum yfirráðum yfir 200 mílna fiskveiðilögsögu landsins. En þjóðin stóð sameinuð í baráttunni. Þeir sem nú vilja halda áfram aðlögunarsamningum, innlimunarferlinu í ESB, kíkja í pakkann vita að það verður ekki gert nema fyrst séu gefnir eftir fyrirvarar Alþingis frá 2009, m.a. vegna sjávarútvegsins. Fulltrúar ESB hafa lýst því skýrt að Ísland verði að framselja forræði fiskimiðanna til stjórnar og stofnana Evrópusambandsins. Þeir sem stóðu í landhelgisbaráttunni og lögðu líf sitt undir í stríði við stór og fullkomin erlend herskip hefðu aldrei trúað því þá að aðeins 40 árum seinna risi upp hávær hópur, jafnvel heill stjórnmálaflokkur, forystumenn í atvinnulífi og verkalýðshreyfingu sem litu á fullveldisbaráttuna sem hagsmunastríð fyrir einstakar atvinnugreinar! Sjálfstæðið er sívirk auðlind.
Höfundur er fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 7.4.2014 | 06:47 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.