Blindir tölvunotendur virđast ekki geta lesiđ umsagnir á vef Alţingis

Sumariđ 2008 vann ég sem blađamađur á Morgunblađinu. Ţá var ákveđiđ ađ gera ađgengi ađ vefnum nokkur skil í blađinu. Varđ sú grein m.a. umfjöllunarefni leiđara Morgunblađsins nokkrum dögum síđar ţar sem vakin var athygli á nauđsyn góđs ađgengis ađ upplýsingum.

Einn ţeirra, sem ég ćtlađi ađ rćđa viđ, var Helgi Bernótusson, skrifstofustjóri Alţingis, en hann óskađi eftir skriflegum spurningum. Ein ţeirra var um vottun vefsins, sem var ţá fremur óađgengilegur. Kvađ hann ekki ţörf á vottun ţví ađ starfsmenn ţingsins vćru fćrir um ţetta. Ţegar ég lýsti furđu minni á ţessu svari jós hann yfir mig skömmum og sagđist aldrei hafa fyrr orđiđ fyrir ţví ađ blađamađur tćki afstöđu til svars viđmćlanda síns. Ákvađ ég ţví ađ nenna ekki ađ elta ólar viđ hann ţrátt fyrir mótmćli ritstjóra sunnudagsblađs Morgunblađsins.

Nú vill svo til ađ ég ţarf ađ kynna mér nokkrar umsagnir á vef Alţingis. Ţćr eru vistađar sem óađgengileg pdf-skjöl - einungis mynd af textanum. Ţví var ritstjóra vefsins sent eftirfarandi bréf.

 

"Ágćti viđtakandi.

 

Ég ţarf ađ kynna mér nokkrar umsagnir vegna mála sem nefndir Alţingis hafa til umsagnar. Skjölin eru vistuđ á pdf-sniđi.

 

Ţegar ég opna skjölin kemur í ljós ađ um mynd af texta er ađ rćđa sem skjálesarar skilja ekki. Ţessi hluti vefsins er ţví óađgengilegur blindum tölvunotendum.

 

Hvađ veldur og hvenćr má vćnta úrbóta?

 

Hefur vefur Alţingis vefiđ tekin út og vottađur?

 

Virđingarfyllst,

 

Arnţór Helgason

 

---

 

 

 

Arnţór Helgason, vináttusendiherra,

 

Tjarnarbóli 14,

 

170 Seltjarnarnesi.

 

Sími:    5611703

 

Farsími:          8973766

 

Netföng:          arnthor.helgason@simnet.is

 

                        arnthor.helgason@gmail.com

 

http://arnthorhelgason.blog.is

 

http://hljodblog.is"


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnţór Helgason

Hildur Gróa Gunnarsdóttir, ritstjóri Alţingisvefsins, sendi mér tölvupóst og bađ mig ađ nefna ţau skjöl sem ég hugđist skođa. Nefndi ég eina umsögn um mál sem nú er í deiglunni. Í bréfi Hildar Gróu kemur fram ađ ćskilegt sé ađ menn sendi umsagnir á rafrćnu sniđi (tölvupósti), en sumir kjósi enn ađ senda eingöngu pappírsafrit. Síđar sendi hún mér texta skjalsins og sagđist ćtla ađ kanna hver uppruni ţess sé. Eins og kunnugt er gefa ýmis skjalavörslukerfi kost á ţví ađ vista texta sem mynd eđa pdf. Oft er upplausn slíkra bréfa svo léleg ađ skimunarforrit geta hvorki lesiđ útprentun ţeirra né geta skjálesarar lesiđ textann úr pdf-skjali. Ţetta hindrar mjög ađgengi blindra og sjónskertra ađ hvers konar samskiptum viđ stjórnvöld, banka og ađrar stofnanir. Hér er ekki um séríslenskt vandamál ađ rćđa heldur er vandinn alţjóđlegur.

Arnţór Helgason, 22.4.2014 kl. 14:39

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband