Sumarið 2008 vann ég sem blaðamaður á Morgunblaðinu. Þá var ákveðið að gera aðgengi að vefnum nokkur skil í blaðinu. Varð sú grein m.a. umfjöllunarefni leiðara Morgunblaðsins nokkrum dögum síðar þar sem vakin var athygli á nauðsyn góðs aðgengis að upplýsingum.
Einn þeirra, sem ég ætlaði að ræða við, var Helgi Bernótusson, skrifstofustjóri Alþingis, en hann óskaði eftir skriflegum spurningum. Ein þeirra var um vottun vefsins, sem var þá fremur óaðgengilegur. Kvað hann ekki þörf á vottun því að starfsmenn þingsins væru færir um þetta. Þegar ég lýsti furðu minni á þessu svari jós hann yfir mig skömmum og sagðist aldrei hafa fyrr orðið fyrir því að blaðamaður tæki afstöðu til svars viðmælanda síns. Ákvað ég því að nenna ekki að elta ólar við hann þrátt fyrir mótmæli ritstjóra sunnudagsblaðs Morgunblaðsins.
Nú vill svo til að ég þarf að kynna mér nokkrar umsagnir á vef Alþingis. Þær eru vistaðar sem óaðgengileg pdf-skjöl - einungis mynd af textanum. Því var ritstjóra vefsins sent eftirfarandi bréf.
"Ágæti viðtakandi.
Ég þarf að kynna mér nokkrar umsagnir vegna mála sem nefndir Alþingis hafa til umsagnar. Skjölin eru vistuð á pdf-sniði.
Þegar ég opna skjölin kemur í ljós að um mynd af texta er að ræða sem skjálesarar skilja ekki. Þessi hluti vefsins er því óaðgengilegur blindum tölvunotendum.
Hvað veldur og hvenær má vænta úrbóta?
Hefur vefur Alþingis vefið tekin út og vottaður?
Virðingarfyllst,
Arnþór Helgason
---
Arnþór Helgason, vináttusendiherra,
Tjarnarbóli 14,
170 Seltjarnarnesi.
Sími: 5611703
Farsími: 8973766
Netföng: arnthor.helgason@simnet.is
arnthor.helgason@gmail.com
http://arnthorhelgason.blog.is
http://hljodblog.is"
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Mannréttindi, Vefurinn | 22.4.2014 | 08:34 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hildur Gróa Gunnarsdóttir, ritstjóri Alþingisvefsins, sendi mér tölvupóst og bað mig að nefna þau skjöl sem ég hugðist skoða. Nefndi ég eina umsögn um mál sem nú er í deiglunni. Í bréfi Hildar Gróu kemur fram að æskilegt sé að menn sendi umsagnir á rafrænu sniði (tölvupósti), en sumir kjósi enn að senda eingöngu pappírsafrit. Síðar sendi hún mér texta skjalsins og sagðist ætla að kanna hver uppruni þess sé. Eins og kunnugt er gefa ýmis skjalavörslukerfi kost á því að vista texta sem mynd eða pdf. Oft er upplausn slíkra bréfa svo léleg að skimunarforrit geta hvorki lesið útprentun þeirra né geta skjálesarar lesið textann úr pdf-skjali. Þetta hindrar mjög aðgengi blindra og sjónskertra að hvers konar samskiptum við stjórnvöld, banka og aðrar stofnanir. Hér er ekki um séríslenskt vandamál að ræða heldur er vandinn alþjóðlegur.
Arnþór Helgason, 22.4.2014 kl. 14:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.