Í skýrslunni er birt tafla um fjölda þeirra sem njóta endurhæfingar hér á landi og á öðrum Norðurlöndum. Þess er hins vegar ekki getið hvort þeim einstaklingum sem hafa farið út á almennan vinnumarkað hafi fjölgað.
Efst á bls. 2 er þessi setning:
Nefndin leggur þess vegna áherslu á að horft verði á getu einstaklinga til að afla sér tekna og að örorkubætur verði að jafnaði háðar skilyrðum um atvinnuleit og endurhæfingu.
Hér er allfast að orði kveðið og kann að orka mjög tvímælis að setja svo ströng skilyrði. Fötlun getur verið þannig háttað að atvinna og álag leiði beinlínis til ófarnaðar hins fatlaða einstaklings. Þá eru tillögur um skilyrði örorkumats og atvinnuleitar þess eðlis að búast má við að þau stangist á við ákvæði stjórnarskrárinnar um framfærslu þeirra sem ekki geta aflað sér tekna af eigin ramleik.
Þá er hugtökunum fötlun og örorku ruglað saman í skýrslunni. Fötlun þarf í sjálfu sér ekki að leiða til skertrar vinnufærni, en hún getur verið orsök örorku (skertrar vinnugetu). Greinilegt er að skýrsluhöfundar hafa ekki hugsað fyrir þessu.
Á bls. 5-6 eru birtar tillögur nefndarinnar um aðgerðir. Í fljótu bragði gætu þær virst bæta hag þeirra sem eru metnir með minni örorku en 50%. En þær gætu jafnframt rýrt mjög hlut þeirra sem eru með hærri örorku. Rætt er um að meta þörf fólks fyrir stoðþjónustu og hjálpartæki. Hér rekst hvað á annars horn og greinilegt er að nefndarmenn hafa ekki fullhugsað þessi ákvæði.
Á grundvelli núgildandi laga um almannatryggingar og reglugerðar um örorkumat hefur verið leitað eftir sérstökum vinnusamningum fyrir öryrkja. Þeir hafa skilað takmörkuðum árangri og fyrirtæki hafa farið í kringum þá þannig að fötluðu fólki hefur verið sagt upp eftir þriggja ára aðlögun eða það sem jafnvel er verra, að Tryggingastofnun hefur séð í gegnum fingur við fyrirtækin og endurnýjað samningana.
Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri alþýðusambands Íslands, hélt því fram í fjölmiðlum í gær að tillögur þessar, verði þær framkvæmdar, muni fjölga atvinnuúrræðum fyrir fatlað fólk hér á landi. Ég efast um það. Til þess að fjölga atvinnuúrræðum þarf að breyta viðhorfi atvinnurekenda, aukið fjármagn og markvissari endurhæfing duga ekki til. Hér á þessari bloggsíðu var greint frá afstöðu norskra atvinnurekenda til vel menntaðs, blinds fólks. Þeir vildu heldur ráða dæmda sakamenn en áður nefnda einstaklinga. Nokkur hópur vel menntaðs, fatlaðs fólks, er atvinnulaus þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til þess að afla atvinnu. Það er m.a. vegna þess að réttarstaða fólksins er ekki tryggð og fordómar ríkja í garð þess. Á þessu tekur nefndin ekkil.
Ríkisstjórninni væri nær að hyggja að réttarstöðu fatlaðra á atvinnumarkaðinum um leið og hugað er að efldri endurhæfingu. Hvenær ætlar félagsmálaráðherra að láta lögfesta tilskipunina um bann gegn mismunun vegna aldurs, kynferðis, uppruna, fötlunar og kynhneigðar?
Ég legg til að tillögum þessum verði í meginatriðum hafnað, einkum fyrri hluta þeirra og leitað verði leiða til þess að styrkja hvort tveggja, endurhæfingu, starfsleit og réttarstöðu fólks.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 8.3.2007 | 11:58 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
-
alla
-
axelthor
-
arnibirgisson
-
ormurormur
-
astafeb
-
bjarnihardar
-
gattin
-
dora61
-
saxi
-
jaherna
-
jovinsson
-
fjarki
-
gislisigurdur
-
gudni-is
-
gelin
-
gummigisla
-
heidistrand
-
helgigunnars
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hoskibui
-
isleifur
-
jakobk
-
fun
-
jonhalldor
-
jon-o-vilhjalmsson
-
nonniblogg
-
juliusvalsson
-
kje
-
kristbjorggisla
-
methusalem
-
mortenl
-
moguleikhusid
-
skari60
-
rafng
-
ragnar73
-
fullvalda
-
duddi9
-
siggisig
-
saemi7
-
vefritid
-
thorirj
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.2.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 319829
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heyr Heyr Arnþór.
Það þarf að skoða þetta mun betur og líst mér illa á það sem ég hef heyrt af þeim tillögum sem fyrir liggja.
Einar Lee (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 21:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.