Pistill dagsins fjallar um gagnið af vitleysunni.
Blint fólk með hvítan staf er svo sjaldgæft vestast í Reykjavík að börn reka upp stór augu og horfa á það eins og naut á nývirki (eða kálfar á kengúru).
Í dag var ég á leið frá vinnu. Hélt ég eftir Framnesvegi um Aflagranda og göngustíginn, sem liggur fram með KR-vellinum. Varð þá á vegi mínum heilmikið strákastóð með kennara sínum eða þjálfara.
Sérðu mig alls ekki! spurði einn og játti ég því. Ertu þá ekki með GPS-tæki? spurði annar. Játti ég því einnig.
Ég get ekki að því gert að brosa út undir eyru þegar ég hitti svona skemmtilegt og áhugasamt krakkastóð og það veit svo sannarlega sínu viti. Ég fræddi stóðið hins vegar ekkert um hvað það getur verið varasamt að fylgja leiðbeiningum göngukortsins frá Google sem miðast fyrst og fremst við akstursstefnu, a.m.k. Þegar lagt er af stað. Verður hér nefnt dæmi:
Þegar ég held frá Tjarnarbóli 14 er mér bent á að halda austur Nesveginn yfir Kaplaskjólsveg, fara inn á Gústafsgötu (hvar sem hún er nú), út á Hofsvalla götu og Guð veit hvert þangað til ég ætti að álpast inn á Hringbraut. Þar á ég að halda í vestur, fara kringum eyju og þannig að JL-húsinu.
Taki ég nú ekki mark á þessu, eins og ég geri aldrei, heldur fari um Grænumýri og Frostaskjól yfir á Aflagranda tilkynnir leiðsögnin mér að ég eigi að beygja til hægri á Grandavegi að Meistaravöllum í stað þess að halda beint áfram og síðan til vinstri.
Lokavitleysan er svo eftir. Þegar ég hef gengið 50 metra eftir Hringbrautinni meðfram JL-húsinu er mér bent á að snúa við.
Gagnið er þó það að í allri vitleysunni eru nefnd kennileyti og staðsetning sem kemur sér vel, fari ég villur vegar.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Ferðalög, Tölvur og tækni | 25.8.2014 | 20:04 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.