Ys og þys í Hörpu - matarlyst og tónlist

Í dag var ys og þys í Hörpu. Um alla jarðhæðina var íslenskur matarmarkaður og í Kaldalóni hófust kl. 17:00 síðustu ferðamannatónleikar sumarsins. Á dagskrá voru eins og venjulega íslensk sönglög.

Að þessu sinni voru flytjendur Bjarni Thor Kristinsson, stjórnandi tónleikanna, Lilja Guðmundsdóttir, sópran og Ástríður Alda Sigurðardóttir, hinn snjalli slaghörppuleikari. Tónleikana sóttu bæði Íslendingar og erlendir gestir. Flytjendum var fagnað innilega enda hreyfði dagskráin við mörgum – lögin fjölbreytt og kynningar afar vandaðar.

Vinsælastur var Sigvaldi Kaldalóns, en eftir hann voru sungin fjögur lög. Selma dóttir hans átti þar einnig snoturt lag við kvæðið Eyrarrósina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband